ESB-áróður á námskeiði Háskóla Íslands

Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála í Háskóla Íslands efnir til námskeiðs um sögu Evrópusambandisns fyrir starfsmenn ríkisstofnana. Sögulaus stjórnmálafræðingur að nafni Baldur Þórhallsson er fenginn til að kenna námskeiðið sem kostar 13.500 kr . pr. haus og er dæmi um hvernig ein ríkisstofnun féflettir nokkrar aðrar til að bæta um ,,meintan" niðurskurð ríkisstjórnar Jóhönnu á gæluverkefnum sínum.

Stofnunin sem stendur fyrir námskeiðinu skammast sín fyrir áróðurinn og hefur námskeiðið ekki á heimasíðu sinni, aðeins falda skráningarsíðu.

Til að smala inn á námskeiðið er sendur tölvupóstur til viljugra sem eru ríkisstarfsmenn í leit að launauppbót við að sitja undir áróðri um Evrópusambandið.

Í tölvupósti um námskeiðið segir þetta m.a.

Meginmarkmið námskeiðsins er að efla þekkingu starfsfólks stjórnsýslunnar og opinberra stofnana á samvinnu ríkja Evrópu og Evrópusambandinu. Að námskeiði loknu eiga þátttakendur að hafa góða þekkingu á sögu, stofnunum og ákvarðanatöku sambandsins. Einnig verður farið yfir fyrirhugaðar breytingar á starfsemi Evrópusambandsins með Lissabon sáttmálanum og framtíð sambandsins. Kennari er Dr. Baldur Þórhallsson, Jean Monnet prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, en hann er einn helsti sérfræðingur landsins um sögu, stofnanauppbyggingu og ákvarðanatöku innan Evrópusambandsins

Um kunnáttu í Evrópufræðum Baldurs er það að segja að hann ,,gleymdi" þeirri kröfu Evrópusambandsins að umsóknarþjóðir aðlagi sig lögum og reglum sambandsins í umsóknarferlinu.

Baldur, sem er varaþingmaður Samfylkingar, er hluti af áróðursdeild aðildarsinna og Evrópusambandsins á Íslandi, Námskeið um sögu Evrópusambandsins í umsjá Baldurs er eins og námskeið í refsirétti hjá síbrotamanni.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

,,Á Íslandi er rekin krefisbundin áróður gegn Evrópusambandinu og hugsanlegri aðild Íslands að því. Þessi áróður er kostaður af sérhagsmunasamtökum og spilltum stjórnmálamönnum og stjórnmálaflokkum. Allur þessi áróður gegn Evrópusambandinu kostar ennfremur milljarða íslenskra króna. Enda er ekki ódýrt að reika heilu fjölmiðlana í andstöðunni við Evrópusambands aðild Íslands."

http://www.jonfr.com/?p=5963

JR (IP-tala skráð) 9.10.2011 kl. 20:48

2 identicon

Páll Vilhjálmsson,  segðu frá þínum greiðslum varðandi þína aðild þessum málum !

Páll Vilhjálmsson þú þarft að  segja frá hagsmunum með eigendafélagi bænda og kvóteigendum !

JR (IP-tala skráð) 9.10.2011 kl. 20:52

3 identicon

Fréttir frá Evrópusambandinu sjálfu sjá alveg sjálfar um að upplýsa um staðreyndir sem kjánum eins og JR finnast óþægilegar.

jonasgeir (IP-tala skráð) 9.10.2011 kl. 21:10

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Eiríkur Bergmann hlýtur að fá að segja nokkur orð. Hann telur sig fremstann þeirra sem þekkja ESB og tiltlar sig sérfræðing í þeim efnum.

Það merkilegast sem hefur komið frá honum um Ísland og ESB hingað til er þegar hann fullyrti að við gætum orðið aðilar að ESB á þrem mánuðum frá því umsókn yrði lögð inn og mánuði eftir það gætum við verið komin með evru sem gjaldmiðil!

Gunnar Heiðarsson, 9.10.2011 kl. 21:23

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Baldur þessi Þórhallsson er óbeinn starfsmaður ESB á Íslandi sem Jean Monnet-ESB-styrktur prófessor með 7,5 milljónir í hlut þess starfa síns.

Hann er því jafn-vanhæfur til óhlutdrægrar álitsgjafar um ESB eins og Eiríkur Bergmann Einarsson, annar styrkþegi, raunar frá ESB-tengdri stofnun (sem vinnur að sameiningu Evrópu í ESB) fremur en ESB sjálfu, en áður var hann beinlínis starfmaður Evrópusambandsins.

En báðir eru einmitt einkum þeir tilkallaðir sem "faglegir álitsgjafar" af frétta- og þáttgerðarmönnum Rúv!!!

Jón Valur Jensson, 9.10.2011 kl. 21:28

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hér átti að standa i lokin:

En SAMT eru einmitt einkum þeir tilkallaðir sem "faglegir álitsgjafar" af frétta- og þáttagerðarmönnum Rúv!!!

Jón Valur Jensson, 9.10.2011 kl. 21:29

7 identicon

Það er orðið eitthvað svo fyrirsjáanlegt allt þetta ESB aðlögunarferli og allar þær kómísku aðstæður sem þessir aðilar lenda í.  Eins og að fylgjast með smábarni sem er að læra að ganga og dettur í nánast hverju skrefi.  Nákvæmlega ekki neitt sem gengur eðlilega upp vegna barnaskapar þeirra sem ráða ferðinni.  Ekki skemma ESB bloggræflarnir sem koma hingað inn og láta "ljós" sín skýna eins og má sjá á þessari síðu.

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 9.10.2011 kl. 22:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband