Sunnudagur, 9. október 2011
Glæpamenn, hrunið og líkin
Ábyrgð á hruninu liggur fyrst og fremst á herðum nokkurra tuga siðlausra og dómgreindralausra manna sem stunduðu fjármálaglæpi af áður óþekktri stærð. Markmið glæpanna var að auðga sjálfa sig fyrst og síðast.
Nokkur hundruð meðhlaupara úr röðum blaðamanna, lögfræðinga, endurskoðenda, viðskiptafræðinga og almannatengla spiluðu með glæpamönnunum og gerðum þeim kleift að stunda iðju sína með alræmdum árangri.
Sérstakur saksóknari hefur frá því fljótlega eftir hrun safnað gögnum og undirbúið ákærur gegn glæpamönnunu í samræmi við kröfur réttarríkisins um vandaða málsmeðferð ákæruvaldsins.
Markmiðið hjá sérstökum saksóknarar hlýtur að vera að koma lögum yfir þá menn sem bera ábyrgð á glæpunum sem framdir voru í aðdraganda hrunsins.
Sigurður G. Guðjónson lögfræðingur líkir vinnu sérstaks saksóknara við rannsókn Guðmundar- og Geirfinnsmála á síðustu öld. Munurinn er sá að í þeim málum fundust hvorki lík né tilefni; í hruninu var voru ,,líkin" fyrir allra augum - gjaldþrota bankar og nærri gjaldþrota þjóð - og tilefnið augljóst - græðgi.
Athugasemdir
Hver er þessi psychopath Sigurjón G. Guðjónsson, sem talar um að sérstakur saksóknari væri að ofsækja fjölda fólks? Hvað er eiginlega í gangi hjá lögfræðingum hér á skerinu. Hann er nefnilega ekki sá eini, sem talar eins og fífl. Þá haga þeir sér eins og fífl, eins og sýndi sig við þingsetningu. Mikið má Sigurður Líndal, spiritus rector stéttarinnar, vera stoltur.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 9.10.2011 kl. 08:45
Það hefur gleymst að kenna siðfræði með lögfræðinni í háskólum landsins, þannig er það bara. Þeir eru upp til hópa siðlausir, gráðugir og úr öllum takti við alþýðu þessa lands lögfræðingar, þó innan um finnist fólk sem er heiðarlegt og gott þá má sennilega telja það á fingrum annarar handar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.10.2011 kl. 10:00
Kristin stjórnmálasamtök þ.e.a.s. Jón Valur Jensson eru með langan pistil í morgun; Hneyksli að meina skólabörnum að fá Nýja testamentið að gjöf. Ræfillinn útilokar ummæli mín, þó birt undir fullu nafni og án nokkurar árásar á kristindóminn. Ég leyfi mér því að birta þau hér og vona að Páll fyrirgefi mér það með sínu kristilega umburðarlindi.
“Þessi hörðu viðbrögð íhaldsafla og Valhallarklíkunnar hafa ekkert með kristni eða kristinna trú að gera. Það er reynt að koma höggi á meirihluta borgarinnar, sem er að gera góða hlutu í rekstri hennar og það óttast þessi niðurrifsöfl mest. Mínvegna mætti gefa hverju barni 10 bíblíur, en til hvers? Krakkar lesa ekki einu sinni Tarzan í dag, hvað þá nýja testamentið.
Og “by the way”, ef einhverjir hafa úthýst kristinna trú í okkar samfélagi, eru það afglapinn Dabbi + náhirðin með frjálshyggju bulli sínu. Með henni ollu þeir Íslendingum gífurlegu fjárhagstjóni og fátækt. Íhaldið gerði landið að einu spilltasta landi Evrópu, eins og lesa má um í nýrri bók; Þræðir valdsins, eftir Jóhann Hauksson.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 9.10.2011 kl. 10:59
Ágætur punktur hjá Hauki Kristnisyni. Hann lítur á Biblíuna sem bókmenntaverk. Hvað verður bannað næst? Tarzan?
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 9.10.2011 kl. 11:11
Efnahagsböðlar Evrópusambandsins borgar sig ekki að líta framhjá þeirri staðreynd EES reglur.ESB sinnar
Ábyrgð á hruninu liggur fyrst og fremst á herðum nokkurra tuga siðlausra og dómgreindralausra stjórnmála og fjámálamanna sem stunduðu fjármálaglæpi af áður óþekktri stærð. Markmið glæpanna var að auðga sjálfa sig fyrst og eftir það koma LANDINU Í EVRÓPUSAMBANDIÐ.
Örn Ægir (IP-tala skráð) 9.10.2011 kl. 11:47
Mjög fínn pistill og hverju orði sannari. Hagfræðingar og sér í lagi Háskóla Íslands eins og Þorvaldur Gylfason hafa örugglega til þess unnið að komast á heiðurslista hrunsins.
Haukur Kristinsson skrifar af yfirvegun og mikilli þekkingu.:
"Og “by the way”, ef einhverjir hafa úthýst kristinna trú í okkar samfélagi, eru það afglapinn Dabbi + náhirðin með frjálshyggju bulli sínu. Með henni ollu þeir Íslendingum gífurlegu fjárhagstjóni og fátækt."
Haukur vill kannski fara aðeins dýpra í þessa athyglisverðu fullyrðingu sína, en áður er sennilega ráð að kíkja á slóðina þar sem frjálshyggjan er skýrð út fyrir byrjendum.
http://pallvil.blog.is/blog/pall_vilhjalmsson/entry/1196356/
.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 9.10.2011 kl. 12:03
Stórkostlegasta ofurfrjálslyndi og siðblinda stjórnmálamanna í landinu frá lýðveldisstofnum eru í gangi NÚNA af völdum stjórnmálamanna eins og Jóhönnu og Össurar og FLokksins sem vill ofurselja fullvalda land undir erlent vald og það gegn vilja stærri hluta þjóðarinnar. Og svo vísar Haukur að ofan í Jóhann Hauksson, einn ruddalegasta og yfirgangsmesta blaðamann landsins og sem vinnur gegn fullveldinu og nánast heimtaði ICESAVE.
Elle_, 9.10.2011 kl. 12:50
Það er svo mikið andlegt veikindamerki að vitna í Jóhann Hauksson að svoleiðis fólk er bara ekki tekið alvarlega.
jonasgeir (IP-tala skráð) 9.10.2011 kl. 13:11
Eitt það síðasta sem Styrmir Gunnarsson sagði í viðtali sínu við Egil í Silfrinu rétt áðan, var að umræðan á Íslandi snúist allt of mikið um persónur, en ekki um málefnið. Þetta kemur heldur betur í ljós ef maður fer að vitna í ný útkomna bók eftir Jóhann Hauksson. Strax vaða menn í höfund bókarinnar með ógeðfelldu orðafari.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 9.10.2011 kl. 13:51
Jóhann Hauksson vill gefa fullveldi landsins eins og Jóhanna og FLokkurinn og vildi kúgun yfir þjóðina eins og þau. Hvað getur það kallast nema ruddaskapur og yfirgangur og það voru ´ógeðfelldu´ orðin sem ég notaði að ofan.
Hinsvegar, HAUKUR KRISTINSSON, kallaðir þú Sigurð G. Guðjónsson ´PSYCHOPATH´ að ofanverðu og Jón ´RÆFIL´. Og málflutningur þinn snýst oftar en ekki ´um persónur´. Og svo talarðu um kristni og ógeðfellt orðafar.
Hinsvegar er ég sammála Styrmi Gunnarssyni. Við megum samt gagnrýna skaðlega blaðamenn eins og Jóhann Hauksson og skaðlega stjórnmálamenn eins og Jóhönnu og Össur. Það er hluti af lýðræði og það gerir Styrmir oft sjálfur.
Elle_, 9.10.2011 kl. 14:19
Elle Ericson. Hver er maðurinn?
Getur verið að hann sé biblíu-rugludallurinn Jón Valur.
Veit það einhver?
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 9.10.2011 kl. 15:17
Og núna kallarðu mann ´BIBLÍU-RUGLUDALL´ og bætir þarna við ógeðsorðaforðann um aðra þó þú hafir sjálfur verið að gagnrýna það. Gagnrýndir sjálfan þig mest þó þú skiljir það ekki. Kannski ertu Jóhann Hauksson sjálfur?? Það ætti að loka þig úti.
Elle_, 9.10.2011 kl. 15:23
Haukur. Hvert er vandamálið með að rökstyðja fullyrðinguna að "FRJÁLSHYGGJA" á ábyrgð "NÁHIRÐAR" á hvernig er komið fyrir þjóðinni. Hef ítrekað spurt menn sem hafa haldið þessu fram á bloggsíðum hvað nákvæmlega þeir eigi við og hver var frjálshyggjan í þjóðfélaginu..?? Hef aldrei fengið svör. Það eina sem minnir mig á frjálshyggju er sá gallaði ólánssamningur EES á ábyrgð samfylkingar/alþýðuflokkskrata og ESB um "fjórfrelsið" sem endaði í Icesave hörmunginni. Eftirlitsleysi með fjármálafyrirtækjum var byggt upp og tekið út af þessu stórkostlega Brussel batteríi, sem að vísu er að endursmíða allt regluverkið í kyrrþey.
Varðandi Jóhann Hauksson þá er hann jafn trúverðurgur og Jón Ásgeir Jóhannesson varðandi spillingu, einfaldlega vegna þess að hann var/er sjálfur innsti koppur í búri Baugsmafíunnar, sem teygði anga sína meira og minna inn í öll myrkraverk auðrónanna ma. til höfuðs veldi kolkrabbans. Þar fór Jóhann fremstur í flokki meðhlaupara og leigupenna, og hélt ma. út 2 tíma áróðursþætti á hverjum virkum degi vikunnar sem fóri í að nýða skóinn af þeim sem efuðust um ágæti Baugsmanna sem greiddu honum launin og þáttargerð og útsendinguna. Einn af hápunktunum var þegar hann hélt því fram að móttökunefnd ríkislögreglustjóra og RÚV hafi verið mættir inn í Leifsstöð til að handtaka Jón Ásgeir sem síðan hefur sýnt að var tóm þvæla og skálduð atburðarrás í boði Baugs og Jóhanns, sem hefur aldrei getað sýnt fram á að sannleikskorn væri fyrir áburðinum. Ríkislögreglustjóri og RÚV báru lygarnar til baka. Jóhann hefur aldrei beðist afsökunar á ósannindunum sem sérstaklega voru smíðaðar af honum og Baugsmafíunni til að reyna að hafa áhrif á gang mála í Baugsmálaferlunum. Bókin núna hlýtur að vera skrifuð í samráði og þá kostnað Jóns Ásgeirs og auðrónaglæpagenginu til að reyna að gera höggið minna þegar Sérstakur saksóknari fer á stað með ákærur.
Engin er betri en Jóhann Hauksson til að hanna atburðarrás og síðan reyna að verja vondan málstað nötrandi og hvítur af bræði eins og td. í Icesave málinu þegar forsetinn tók hann og bókstaflega rassskellti í beinni.
.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 9.10.2011 kl. 17:13
Guðmundur II Gunnarsson. Óþarfi að þrasa um hugtakið frjálshyggja. Ég hef sko ekkert á móti frjálshyggju og ég held að fæstir hafi það. En hún, frjálshyggjan, verður að vera innan ramma laga og reglna. Sá rammi er háður aðstæðum í landi hverju. Sú frjálshyggja sem hér var ráðandi undir stjórn Davíðs, Geirs Haarde og HHG var rugl-frjálshyggja. Án eftirlits, “no control, what so ever”. En þetta veistu Guðmundur II, þetta vita allir, enda tekið vel fyrir í skýrslu rannsóknarnefndnar Alþingis. Sú fullyrðing að eftirlitsleysi með fjármálafyrirtækjum hafi verið byggt upp og fengið frá Brüssel er auðvitað rangt, en þið endurtakið þetta aftur og aftur. Auðvitað var það hlutverk íslenskra stjórnvalda að smíða ramm eftirlits, en það töldu menn óþarft. Markaðurinn skal vera frjáls, sem minnst ríkisafskipti, hann stjórnar sér sjálfur. Því fór sem fór.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 9.10.2011 kl. 18:12
Já það reynist afskaplega erfitt að finna frjálshyggju í þjóðfélagi þar sem ríkiseftirlit og stofnanir uxu á þeim hraða að annað haði ekki sésts á byggðu bóli. Eftirlitskerfi fjármálafyrirtækja var smíðað nákvæmlega eftir EES/ESB reglugerðum og kvittað upp á að allt væri eins og best væri kosið og sambærilegt við önnur EES/ESB lönd.
Í skýrslu framkvæmdastjórnar ESB sem hún sendi frá sér 24. febrúar 2009 (eftir hrun). Þar segir að Ísland hafi náð ásættanlegum árangri (svipað og meðaltal allra ESB landa) við innleiðingu regluverks ESB í samræmi við EES samninginn.:
Einhverjar eftiráskýringar og gagnlegur "misskilningur" úr skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis er dæmigert um hversu illa hefur verið nýtt niðurstaða hennar, þar sem flokkssnatar reyna að túlka hana sér og sínum í hag og jafnvel eru í algerri mótsögn við nefndina. Það sem þeir sögðu og þarf ekki geymvísindamenn að sjá og skilja sjálfir er, AÐ AUÐVITAÐ BRÁST EFTIRLITSKERFIÐ ÞAR SEM ÞAÐ VAR HANDÓNÝTT Í BOÐI ESB ALLT FRÁ UPPHAFI. Ísland frekar en nokkur önnur EES/ESB lönd gerðu nokkrar tilraunir að breyta því kerfi eða leysa eftirlitið á nokkurn annan hátt í blindri trú að ESB skrýmslið vissi hvernig slíkt skyldi inna af hendi. Þó það nú væri. Þeir eru jú sérfræðingarnir ekki satt..?? Spurðu ESB inngönguóða.
Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis fjallar að stórum hluta um áhrif aðildar Íslands að EES á hrun bankanna. Þar er talað tæpitungulaust á afar skýran hátt hvernig allflesta ágalla bankakerfisins er hægt að rekja til inngöngunnar í EES. EES hafi valdið 7 tilteknum atriðum, sem öll voru til þess fallin að auka lausung í bankastarfsemi.:
1. Auknar heimildir viðskiptabanka og sparisjóða til að fjárfesta í ótengdum atvinnurekstri.
2. Auknar heimildir til lánafyrirgreiðslu og annars konar fyrirgreiðslu til stjórnenda.
3. Auknar heimildir til að fjárfesta í fasteignum og í félögum um fasteignir.
4. Auknar heimildir til veita lán vegna kaupa á eigin hlutabréfum eða stofnfjárhlutum.
5. Minni kröfur um rekstur verðbréfafyrirtækja á vegum lánastofnana.
6. Auknar heimildir til að reka vátryggingafélög á vegum lánastofnana.
7. Auknar heimildir til að fara með eignarhluti í öðrum lánastofnunum.
Einstök uppskrift að skipulögðu bankaráni innanfrá eins og raunin varð. Á öllu Evrópska efnahagssvæðinu voru gerðar sambærilegar breytingar á starfsumhverfi banka, vegna þess að EES var skapað í anda "torgreindrar peningastefnu" (discretionary monetary policy). Þar sem Seðlabankinn laut þessari sömu peningastefnu, var útilokað að hann gæti hindrað auðróna og bankaglæpagengi í illum ætlunarverkum sínum.
Án EES hefðu útrásarglæpagengin aldrei getað þrifist, og Samfylkingin gekk sérstaklega í að vernda þá fyrir Davíð og öðrum illum öflum eins og engin deilir um lengur. Þegar Samfylkingin settist í hrunstjórnina fékk hún ótrúlegustu yfirlýsingu allra tíma setta í stjórnarsáttmálann. Þar er rætt um “alþjóðlega þjónustustarfsemi”, þar á meðal fjármálaþjónustu og síðan segir.:
Að kröfu Samfylkingar var sett inn í sjálfan stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar að henni bæri að greiða götu „útrásarfyrirtækja“ svo þau færu ekki með sitt hafurtask annað.
.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 9.10.2011 kl. 19:00
Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá.
Það er bara nákvæmlega þannig með Jóhann Hauksson. Rotið epli.
Vaðallinn í Hauki Kristinssyni minnir óþægilega á vitleysuna úr þeim manni.
Annars alveg rétt sem Styrmir segir.
Enda engin að fara í mannin. Bara það sem hann hefur sagt. Því miður er það lítið skynsamlegt. Þú ert skilgreindur út frá því sem þú segir Jóhann Hauksson Kristinssonar.
jonasgeir (IP-tala skráð) 9.10.2011 kl. 19:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.