Stjórnmál í skugga skilgreiningarvanda

Gamalreyndir menn í pólitík, t.d. Gísli Baldvinsson, eiga í vandræðum með að skilgreina stjórnmálin í vinstri og hægri - nokkuð sem áður var tiltölulega einfalt. Þegar gamalkunn og þrautprófuð hugtök fara á flakk er hætt við að margir tapi áttum.

Í óreiðustjórnmálum eftirhrunsins náði Besti flokkurinn eftirtektarverðum árangir í Reykjavík. Löngun til að endurtaka leikinn í næstu alþingiskosningum er all nokkur.

Þeir sem munu fyrst og fremst tapa á áttleysi stjórnmálanna eru vinstriflokkarnir. Hægriflokkar byggja á íhaldssamari grunni sem ekki er jafn háður hugtökum og flökti á merkingu þeirra. Sjálfstæðisflokkurinn fékk þokkalega kosninga í Reykjavík við síðustu kosningar miðað við almenna stöðu flokksins í umræðunni.

Stjórnmál halda áfram hvað sem skilgreiningarvanda líður.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gústaf Níelsson

Upplausnin er að byrja einn túrinn enn á vinstrivæng stjórnmálanna. Samstöðuleysi og pólitísk sérviska er helsta vörumerkið, þrautreynt í mörgum tilbrigðum. Framboð Bezta er bara skrípó birtingarmyndin, hahaha.

Gústaf Níelsson, 8.10.2011 kl. 18:00

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   Svo leiðir það niður og við mætum þeim í "krumma".

Helga Kristjánsdóttir, 8.10.2011 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband