Fullveldi eða hjálenda

Íslendingar völdu fullveldi á 19. öld, börðust fyrir því í hundrað ár og náðu fullveldinu í áföngum; endurreisn alþingis 1845, heimastjórn 1904, sambandslögin 1918 og lýðveldi 1944. Nágrannar okkur í austri og vestri, Grænlendingar og Færeyingar fóru hægar í sakirnar og eru með heimastjórn en ekki fullveldi.

Hvorki Grænlendingum né Færeyingum dettur í hug að sækja um aðild að Evrópusambandinu, þeir fyrrnefndu eru raunar eina þjóðin sem hefur sagt sig úr ESB. Nágrannar okkar vita sem aðildarsinnar á Íslandi vilja ekki skilja: fullveldi er forsenda velsældar.

Deilan á Íslandi um umsóknina um aðild að Evrópusambandinu snýst um það hvort við teljum fullvalda Ísland fært um að veita þegnum sínum umgjörð til mannsæmandi lífs eða hvort við þurfum að leita ásjár Evrópusambandsins að setja lög og reglur fyrir íslenskt samfélag.

Við reyndum það á eigin skinni að búa við norskt og síðar danskt ríkisvald í rúm 650 ár. Það gafst ekki vel. Þrátt fyrir velvilja Norðmanna og Dana var þeim ekki gerlegt að taka tillit aðstæðna á Íslandi nema að takmörkuðu leyti.

Fullveldi er eina leiðin að búa samfélaginu reglur og lög sem skapa skilyrði fyrir velsæld þjóðarinnar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband