ASÍ gefst upp á ríkisstjórninni

Ríkisstjórnin er ekki með neina stefnu í efnahagsmálum sem stendur undir nafni, er kjarninni í ályktun miðstjórnar Alþýðusambands Íslands. Þar með bætist ASÍ við Samtök atvinnulífsins, Hagsmunasamtök heimilanna og allan almenning sem hefur gefist upp á ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur.

Nærtækast er fyrir ríkisstjórnina að viðurkenna ráðleysi sitt og boða til kosninga.

Til að skapa svigrúm fyrir þróun á pólitískum valkostum ætti stjórnmálastéttin, stjórn og stjórnarandstaða, að sameinast um að ríkisstjórnin sæti sem starfsstjórn fram yfir áramót og kosið yrði í apríl.


mbl.is Vantar svör um stefnumörkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Gylfi Arnbjörnsson hefur aldrei haft áhuga eða áhyggjur af hag launþega þessa lands.

Allt sem þessi maður segir hér eftir er ómarktækt svikabull. Hann hefur svikið launþega þessa lands 100%!!!

Það svíkur enginn launþega þessa lands 100%, og reiknar svo með að launþegar þessa lands taki mark á hans orðum!

Það er einfaldlega eitthvað mjög alvarlegt að allri stjórnsýslunni á Íslandi.

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.10.2011 kl. 13:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband