Fimmtudagur, 6. október 2011
Auðmenn, millistéttin og Sigurður G.
Lögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson var trúnaðarmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í Glitni-banka við hrun. Sigurður G. sagði ríkið reyna að stela bankanum þegar til stóð að fleygja milljörðum af skattfé almennings í banka sem eigendur höfðu hreinsað að innan.
Áður en Sigurður G. gekk í þjónustu Jóns Ásgeirs var hann handgenginn Jóni Ólafssyni, sem fyrrum var kenndur við Skífuna, og rak fyrir hann Stöð 2.
Millistéttahópurinn sem ætlar í mál við bankana vegna endurútreikninga á lánum er eflaust alls góðs maklegur. Talsmaður hópsins er á hinn bóginn ekki þekktur fyrir að reka erindi almannahagsmuna.
Í mál við bankana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er ekki annað sama spillingin alstaðar viðbjóður og ekkert annað!
Sigurður Haraldsson, 6.10.2011 kl. 07:51
Kanski bara svei mér þá að hann geti verið með vonda samvisku kallin?
jonasgeir (IP-tala skráð) 6.10.2011 kl. 08:01
Ef það þarf millistétt og auðmenn til að reikna rétt og samkvæmt lögum, þá er það gott mál ef krafa þeirra skilar réttlæti til samfélagsins.
Það eru allir meir og minna þvældir í þetta rotna spillingarnet á Íslandi hvort eð er, því fólki hefur ekki verið gert það mögulegt að lifa af á heiðarlegan og löglegan hátt hér á landi í áratugi og aldir.
Ólögleg stjórnsýsla skapar ólögleg verk almennings. Það er Íslandsmeinið sem við verðum sameinuð að takast á við að breyta, svo hér verði lífvænlegt samfélag.
Jóhannes Björn orðaði þetta Íslandsmein mjög vel á fundinum í Háskólabíói í síðasta mánuði, þegar hann sagði eins og satt er, að það væri eitthvað að Íslendingum, að mótmæla ekki stjórnleysinu, mannréttinda og lögbrotunum sem fengið hafa að viðgangast hindrunarlaust hér á landi í áratugi og aldir. Hann orðaði þetta ekki nákvæmlega svona, en meininguna var ekki hægt að misskilja.
Það er eitthvað að Íslendingum sem ekki mótmæla ránum og lögbrotum stjórnsýslunnar á almenningi. Það skilja flestir að þessari siðspillingu verður að eiða, en allir halda að "hinir" eigi að breyta þessu? Hverjir eru þessir "hinir"? Eru þessir "hinir" ekki undantekningalaust almenningur í samfélaginu? Er einhver sem ætlar að sleppa við óvinsælu skítverkin og hreinsunina sem er óumflýjanleg á Íslandi?
Allir vilja borða brauðið, en enginn vill skíta út sínar hendur og vinsældir, og slíta út sinni heilsu á að baka brauðið! Árangurinn af slíku hugarfari er hungur, stöðnun og afturför!!!
Við erum öll samsek í spillingunni sem tökum ekki okkar þátt í óvinsælum og nauðsynlegum hreingerningunum.
Það stóð til að setja fundinn í Háskólabíó á vefinn: hjariveraldar.is. Ég veit ekki hvort það hefur verið gert, en ef fundurinn er kominn þar inn, þá ættu allir Íslendingar að hlusta á það sem fram fór á þeim fundi, og læra af því sem þar var sagt.
Minni svo á vef Jóhannesar Björns: vald.org.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.10.2011 kl. 08:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.