Jóhanna: samningsmarkmið ekki skilgreind

Samningsmarkmið Íslands gagnvart Evrópusambandinu hafa ekki enn verið skilgreind, samkvæmt því sem segir í stefnuræðu Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra. Eftirfarandi efnisgrein er úr ræðu Jóhönnu

Við eigum því að sameinast um að ljúka samningum með sem hagfelldustum hætti fyrir íslenska þjóð og leggja afrakstur þeirrar vinnu í dóm þjóðarinnar. Það gerum við með því að móta faglega sterka kröfugerð fyrir Íslands hönd. Það er beinlínis lýðræðisleg skylda okkar að vinna nú með þessum hætti, í ljósi forsögunnar og afstöðu þjóðarinnar til málsins.

Engin skilgreind samningsmarkmið af hálfu Íslands er hægt að túlka á tvennan gagnólíkan hátt. Að við ætlum inn í Evrópusambandið upp án nokkurra fyrirvara annars vegar og hins vegar að ekki sé ætlunin að ganga í sambandið, umsóknin sé aðeins til heimabrúks í íslenskri pólitík.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Aðeins 18% af þeim sem vildu greiða Icesave falsreikninginn höfðu kynnt sér samninginn samkvæmt könnun sem var gerð.  82% borgunarsinna höfðu ekki kynnt sér hann.  

Sömu aðilar berjast fyrir einangrun Íslands inn í aum 8% veraldar og með því hafa ekkert um málefni tengdum hinum 92% að segja.  Þeir ætla inn sama hversu Lissabonsáttmálinn er vondur og vel yfir 200 kg af pappír sem fer í hvert eintak sem vonandi verður borið út í hvert hús. 

Sömu ESB - einangrunarsinnar hafa örugglega ekki kynnt sér staf af því sem þar stendur, ef miðað er við þekkingu sömu aðila á Icesave glæsisamningnum sem var þó ekki nema örfára síður. 

Sömu ESB - einangrunarsinnar virðast trúa því að úr "pakkanum" komi eitthvað annað en ófrávíkjanlegur Lissabonsáttmálinn, því allir sem þekkja til mála vita að engar varanlegar undantekningar fást frá því sem þar stendur.  Það hefur ekki gerst og lítil hætta á að smáríki í norðri sem inngönguóðir vilja meina að skipti sambandið ekki nokkru mál fái neinn varanlegan afslátt frekar en nokkur önnur þjóð.  Eitt gengur yfir alla samkvæmt Lissabonsáttmálanum.

Hverju skyldi valda að sambandið hendir milljörðum í dauðadæmt aðlögunarferlið og hundruð milljónir í auglýsingar og áróður hérlendis...???

ESB og Icesave er sín hvor hliðin á sama peningnum eins og fjöldi framámanna Evrópusambandsins hafa kunngert.

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 5.10.2011 kl. 20:35

2 Smámynd: Elle_

´Forsaga´, segir Jóhanna, ´lýðræðisleg skylda´.  Hvaða forsaga?  Og hvaða lýðræði??  PLEASE JÓHANNA.

Elle_, 5.10.2011 kl. 20:38

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Því ætti Samfylkingin að eyða tíma í að setja Íslandi samningsmarkmið, þegar umsóknin er hvort eð er ekkert annað en gjafabréf.

Ragnhildur Kolka, 5.10.2011 kl. 21:01

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

     Góðir Íslendingar! Lýðræðisleg skylda okkar er því,að verjast grimmilega fyrir Íslands hönd.

Helga Kristjánsdóttir, 5.10.2011 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband