Árni Páll stendur fyrir atlögu að krónunni

Efnahags- og viðskiptaráðherra Íslands, Árni Páll Árnason, stendur fyrir atlögu að gjaldmiðli þjóðarinnar. Árni Páll vill krónuna feiga til að komast í Evrópusambandið. Engin efnahagsleg rök eru fyrir afstöðu Árna Páls enda hvergi í hagfræðibókmenntum kveðið upp úr um efri eða neðri stærðarmörk myntkerfis.

Árni Páll býr til grýlur um að íslensk mynt fái ekki staðist í alþjóðlegu hagkerfi. Reynslan sýnir annað; þangað til að skjólstæðingar Árna Páls og Samfylkingarinnar náðu undirtökunum í fjármálastofnunum landsins var krónan í fínum málum.

Krónan bjargaði okkur í hruninu. Án sjálfstæðrar myntar væri Ísland í grísku eða írsku efnahagsástandi.

Ef einhver dugur væri í stjórnarandstöðunni ætti hún að krefjast afsagnar efnahags- og viðskiptaráðherra sem grefur undan efnahagskerfi Íslands.


mbl.is Raunsætt að horfa á krónu í höftum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband