Miðvikudagur, 5. október 2011
Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB-málið
Lýðræðisást kviknaði með aðildarsinnum þegar halla tók undan fæti umsóknar Samfylkingar um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Viðkvæði aðildarsinna var að ,,þjóðin yrði að fá að kjósa." Þjóðinni hefur boðist að kjósa allt frá í júlí 2009 þegar tillaga kom fram á alþingi að leggja þingsályktun um umsókn að ESB fyrir þjóðina. Samfylkingin neitaði - vildi ekki álit þjóðarinnar.
Eftir tvö ár i umræðunni ættu helstu rök fyrir og á móti aðild að vera kunn þeim sem á annað borð hafa áhuga á málinu. Þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald aðlögunar Íslands að Evrópusambandinu er sanngjörn málamiðlun.
Miðað við málflutning aðildarsinna síðustu mánuði hljóta þeir að taka tillögunni um þjóðaratkvæði fagnandi.
![]() |
Vilja atkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
http://www.dailymail.co.uk/news/article-2044316/David-Cameron-NOT-support-UK-referendum-EU-membership.html
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 5.10.2011 kl. 08:41
Já, Páll, það mætti ætla það. En tvískinnungurinn hjá ESB-sinnum er þannig, að þeir vilja fara brautina á enda: klára aðlögunarferlið og þá fyrst þegar allt er orðið um seinan að fara í óbindandi atkvæðagreiðslu. Þeir vilja inn, hvort sem meirihluti þjóðarinnar vill eður ei.
Allt þetta rugl um að "kíkja í pakkann" og "sjá hvað er í boði" er blekking, tilraun til að telja fólki trú um að þjóðin fái að ráða. Við vitum hvað er í pakkanum: Það er Lissabon-sáttmálinn eins og hann leggur sig með síðari breytingum, take it or leave it. Ekkert hlaðborð, ekkert à la carte, heldur sauerkraut og bratwurst beint ofan í kokið og bannað að æla.
Vendetta, 5.10.2011 kl. 12:20
Nokkrir bloggarar með ESB-kláða (nefni engin nöfn) hafa líka ráðizt á þig, Páll, með ásökunum að þú sért orðljótur. Ég er algjörlega ósammála. Í þeirra augum eru allir orðljótir sem segja sannleikann um ríkisstjórnina og ESB í ómyrku tali.
Aftur á móti má setja spurningamerki við dómgreind þeirra bloggara sem mæra ríkisstjórnina og stefnu(leysi) hennar í tima og ótíma. Það er svo átakanlegt oft á tíðum, að það mætti halda að þeir fengju greitt fyrir þessi skrif sín. Í staðinn fyrir að færa rök fyrir máli sínu, er einfaldlega bent á að fyrst Sjálfstæðisflokkurinn er svo vondur, þá hljóti allt, sem er ekki Sjálfstæðisflokkurinn að vera gott. Klassísk rökvilla.
Vendetta, 5.10.2011 kl. 12:39
Hefur einhvers staðar verið haldin þjóðarathvæðagreiðsla um það hvort sækja ætti um aðild að ESB? Hefur einhver þjóð sem sótt hefur um aðild að ESB dregið umsókn sína til baka í miðju kafi? Hefur eitthvert land sem sótt hefur um aðild að ESB einhvern tíma haldið þjóðarathvæðagreiðslu um það hvort viðræðum skuli haldið áfram eða stöðvaðar? ...mig langar bara að vita hvort þetta sé alvanalegt eða hvort við séum svona sér á báti.
Atli Hermannsson., 5.10.2011 kl. 12:45
Atli, stór hluti af þeim ríkjum sem eru í ESB núna urðu meðlimir að þáverandi EBE, sem var allt annað en núverandi ESB. Í flestum þessum ríkjum er ekki lýðræði, aðeins þingræði, svo að þjóðaratkvæðagreiðslur tíðkast ekki. En þær tíðkast á Norðurlöndunum.
Fyrirrennari ESB var EBE, sem var aðallega viðskipta- og tollabandalag, sem hafði sína kosti og galla, en var aðlaðandi kostur fyrir fullvalda þjóðir, þótt andstaðan væri gífurleg í t.d. Bretlandi. ESB er hins vegar orðið að eins konar skrímsli, krabbameinsæxli í Evrópu.
Ef Danir hefðu ekki með naumum meirihluta orðið meðlimir að EBE 1972 og ættu nú að gerast meðlimir að ESB, þá myndu þeir hafna því. Tvímælalaust. Eins og þeir höfnuðu Maastricht-sáttmálanum á sínum tíma: Höfnuðu upptöku evrunnar, höfnuðu þátttöku í ESB-hernum, höfnuðu ESB-ríkisfangi.
Andstaðan við aðild að ESB var einnig gífurleg í sumum austantjaldslöndum, ekki sízt í Póllandi.
Þegar svo málið snýst um hvort eigi að kjósa um að hætta við íslenzka aðildarumsókn, þá verður að líta til þess, að þjóðin var blekkt. Það kom nefnilega í ljós, að ekki aðein var um aðildarumsókn og eftirfarandi samning að ræða eins og ríkisstjórnin hélt fram, heldur aðlögunarferli, sem ekki verður hægt að afnema og að það verður ekki hægt að fá neinar undanþágur í sambandi við sjávarútveg eins og Össur laug um 2007 og állar götur síðan. Þess vegna er þessi staða komin upp, að það er nauðsynlegt að leggja aðildarumsóknina með öllu því sem hún inniber, á hilluna.
Þjóðin var illilega svikin af fyrri ríkisstjórn. Og lætur ekki svíkja sig eina ferðina enn af núverandi ríkisstjórn. Til að trúa blekkingum ESB-stjórnarinnar þyrfti meðalgreindarvísitala almennings að vera jafnt skóstærðinni, og mér er ekki kunnugt um að það sé tilfellið.
Staðan er sem sagt, eins og fyrri daginn: Þjóðin gegn ríkisstjórninni; Fullveldi og lýðræði gegn undirlægjuhætti og kúgun.
Vendetta, 5.10.2011 kl. 13:20
Auðvelt er að svara Atla Hermannssyni: 1) Sviss hafnaði því í þjóðaratkvæðagreiðslu í marz 2001 að hefja aðlögunarviðræður við ESB. 2) Aðrar þjóðir taka reyndar ekki ákvarðanir fyrir Íslendinga eða öfugt - eða ættu ekki að gera það, - svo að spurningar Atla skipta engu máli.
Vendetta hefur rétt fyrir sér. Núverandi þingmeirihluti hafnaði ekki aðeins þjóðaratkvæðagreiðslu um umsókn, heldur einnig því, að þjóðaratkvæðagreiðsla að lokinni aðlögun yrði bindandi. Um það var sérstök atkvæðagreiðsla í þinginu. Það þýðir, að stjórnarflokkarnir héldu því opnu að fara gegn niðurstöðu þjóðarinnar og ganga í ESB, ef þeir aðeins gætu skrapað saman þingmeirihluta til þess. Auðvitað neita forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar þessu, en þeir geta ekki breytt því, sem gerðist. Þeir gætu hins vegar mætavel eftir á fundið sér einhverja hundalógík: þátttaka þjóðarinnar hafi ekki verið nógu mikil, mjótt á mununum,sumir skilað auðu, málstaður ESB hafi verið affluttur og ekki komið nógu vel fram hjá Páli Vilhjálmssyni... Nefndu það bara, stjórnmálamenn á borð við Össur gætu skrifað hundalógíu í mörgum bindum!
Sigurður (IP-tala skráð) 5.10.2011 kl. 14:41
Afar góðar innkomur hjá Vendetta og Sigurði. Athyglivert að enginn úr blogglúðrasveit Baugsfylkingarinnar og ESB - einangrunarsinna treystir sér í rökræður.
.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 5.10.2011 kl. 17:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.