Stjórnarþingmaður í Framsókn

Siv Friðleifsdóttir leggur meiri rækt við ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna en stefnumál Framsóknarflokksins. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra gengur að stuðningi Sivjar vísum í Evrópumálum. Siv gengur þar þvert gegn yfirlýstri sannfæringu yfir 80 prósent kjósenda Framsóknarflokksins.

Þegar stjórnarandstaðan er búin að króa stjórnina af málefnalega er Siv vís með að rétta hjálparhönd.

Langlundargeð forystu Framsóknarflokksins gagnvart stjórnarþingmanninum í sínum röðum hlaut að þrjóta um síðir.


mbl.is Siv hættir sem varaforseti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Landfari

Sif hefur aldrei farið leynt með sannfæringu sína í Evrópumálunum Páll. Eða er það ekki rétt hjá mér?

Mér finnst það heiðarlegra af henni að halda sig við það sem henni finnst réttast því það kom fram fyrir kosningar. 

Það sama verður hinsvegar ekki sagt um hann Steingrím vin okkar. Hann er að framfylgja annari stefnu í þessum málum en hann boaði fyrir kosningar og annað en hann var kosinn útá.

Það eru svik við kjósendur.

Landfari, 4.10.2011 kl. 21:55

2 identicon

Ekki það að ég ætli að fara verja Siv, en hvenær ætlar Páll Vilhjálmsson að gera tilraun til að skrifa eitthvað jákvætt ?

Skítseyði , drullusokkur eða auli eru orð sem manni dettur í hug , en það er nefnilega ekki málið .  Páll Vilhjálmsson er svona persóna sem fær pening frá kvótagreifum og eigendafélagi bænda til að skrifa illa um fólk !  Skrifa eins illa um fólk og hægt er að gera !

Það segir auðvitað heilmikið um Landsamband íslenskra útvegsmanna og Bændasamtökin að þessi samtök skuli stunda þessa iðju  !!!

Það er komið nóg fyrir langa löngu !

Fólk veit þ´´a fyrir hvað bændasamtökin og LÍÚ standa !!!!

JR (IP-tala skráð) 4.10.2011 kl. 21:58

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Össur hefur ekki efni á að missa Siv úr þingliðinu, því þá er allt eins víst að einhver forpokaður framsóknarmaður setjist í sætið hennar og greiði atkvæði með félögum sínum.

Henni mun þó umbunað áður en ríkisstjórnin gefur upp öndina.

Ragnhildur Kolka, 4.10.2011 kl. 22:58

4 Smámynd: Elle_

Ég hef enn ekki getað skilið hví menn koma sýknt og heilagt og gera vinnandi bændur að glæpamönnum (4.10.2011 kl. 21:58).  

Elle_, 5.10.2011 kl. 00:44

5 identicon

Hversvegna lætur þú mann eins og JR svara hér á síðunni. hann gerir ekkert annað en drita yfir þig. Skrifar aldrei málefnalega og eina erindið er að hrauna yfir þig fyrir ekkert...

blaðamaður (IP-tala skráð) 5.10.2011 kl. 13:55

6 Smámynd: Landfari

Skrif JR dæma sig sjálf og segja meira um þann sem skrifar en þann sem skrifað er um. Það þarf ekki einu sinni blaðamann til að sjá það.

Landfari, 5.10.2011 kl. 17:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband