Dauðarefsingar, ESB-aðild og upplýst umræða

Umræðan um það hvort Ísland eigi heima í Evrópusambandinu eða utan þess er bæði gildishlaðin og pólitísk. Eins og í ýmsum öðrum álitamálum, t.d. afstöðunni til dauðarefsinga, er siðvitund og lífssýn hluti af umræðunni.

Upplýst umræða um aðild Íslands að Evrópusambandinu verður aldrei án tengsla við sterka sannfæringu málsaðila.

Stundum er sagt að umræðan eigi að snúast um staðreyndir en ekki skoðanir. ,,Staðreyndir" í tilfelli Evrópusambandsins eru meðal annars 90 þúsund blaðsíður af lögum og reglugerðum sem sambandið byggir starfsemi sína á. Harla ólíklegt er að sá sem myndi sökkva sér þann lestur kæmi úr kafinu betur upplýstur þótt hann kynni skil á gríðarmörgum staðreyndum.

Sumir vilja hófstilltari umræðu um Evrópusambandið. Hófsemin þarf að vera á báða bóga. Aðildarsinnar keyrðu umsóknina í gegnum alþingi með tilstyrk þingmanna Vinstri grænna sem við kusum á þing sem andstæðinga aðildar að Evrópusambandinu. Pólitísk fjárkúgun aðildarsinna hleypti illu blóði í umræðuna.

Með því að draga umsóknina tilbaka verður umræðan hófsamari. Aðildarsinnar eiga leik. 


mbl.is Skiptar skoðanir um aðild að ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Fyrst þú ert að minnast á dauðarefsingar, er þá ekki rétt að minnast þess, að ESB ætlaði sér að fá eða fekk sér valdheimildir til handa lögreglu til að drepa mótmælendur í vissum tilvikum án dómsúrskurðar?

Það er sögulega séð mjög stutt síðan Frakkar og Bretar voru með lagaheimildir til að taka landráðamenn af lífi.

Jón Valur Jensson, 4.10.2011 kl. 17:43

2 identicon

"með tilstyrk þingmanna Vinstri grænna sem við kusum á þing"

 Nú, var það svo!

Kaustu Vinstri Græna Páll!?

Viðhlæjendur þínir eru meðal þeirra sem í bloggheimum teljast verstu afturhaldsseggir ever!

Hver ert þú? Hvaðan komstu?

---

Nú kemur væntanlega fávitinn Guðmundur 2. og fer að hjala um Baugsfylkingarmannsvitsbrekkuverkfæraskúralykil.

Jóhann (IP-tala skráð) 5.10.2011 kl. 01:08

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Guðmundur 2. Gunnarsson er einn skarpasti bloggari landsins, bæði á Eyjuvefnum og hér á Moggabloggi. Þessi skot á hann missa marks.

Svo er það alveg rétt hjá vinstri manninum Páli, að "við" (þ.e. hluti þjóðarinnar) kusum líka Vinstri græn á þing – ekki hann Páll og ekki ég, en ótrúlega margir, sem hafa einmitt séð eftir því og voru að gefa VG umboð til að vera eindregnasta aflið GEGN því, að Ísland yrði innlimað í Evrópusambandið. Jafnvel svo gerhugull maður sem Haraldur Hansson (maeglika.blog.is) lét blekkjast af fögrum fyrirheitum Steingríms J. (þessa Steingríms J.) og kaus Vinstri græna – en hefur fengið lækningu við því for ever.

Jón Valur Jensson, 5.10.2011 kl. 04:22

4 identicon

Fyrir vitsmunaveruna Jóhann þá hefur Páll ítrekað skýrt frá því á þessum vettvangi að hann kaus Vinstri græna í síðastliðnum kosningum. ... 

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 5.10.2011 kl. 22:53

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ó, já, það stendur þó hér óhaggað, en hann var líka ILLA SVIKINN eins og svo margir aðrir; einn var t.d. maður sem ég talaði við í gær, hann sagðist alltaf hafa kosið vinstri græna, eftir að þeir komu til sögunnar, en orðið fyrir gríðarlegum vonbrigðum (nefndi reyndar ekki ESB í því sambandi, var sennilega meira með skuldamál almennings í huga og um "skjaldborgina" sem ekkert varð úr); hann gekk svo langt að segja Steingrím "versta quisling Íslandssögunnar".

Jón Valur Jensson, 6.10.2011 kl. 11:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband