Þriðjudagur, 4. október 2011
Jón Ólafsson viðskiptasendiherra Samfylkingar
Jón Ólafsson er dubbaður upp af Samfylkingar-Eyjunni sem viðskiptasendiherra Íslands í Kína. Jón Ólafsson, sem áður var kenndur við Skífuna, stundar gríðarmikil viðskipti sem öll eru tíunduð skilmerkilega í fjölmiðlum.
Í sumar, til dæmis, var uppsláttur um að Jón væri kominn með helsta fjárfestingabanka Bandaríkjanna, J.P. Morgan, sem hluthafa en fyrir hjá Jóni var eitt stærsta fyrirtæki í heimi á sviði drykkja, Anheuser-Busch, sem er með yfir 100 þúsund manns á launaskrá. Trúgirni íslenskra fjölmiðla verður ekki ýkt.
Jón Ólafsson er vel að því kominn að verða sérstakur talsmaður Samfylkingarinnar á erlendri grundu. Ef að líkum lætur fjallar næsta frétt um viðskiptasigur Jóns í Kínaveldi með góðu fulltingi Samfylkingar.
Suður með sjó, þar sem Jón ólst upp, liggja rústir Spkef og þar eru óuppgerð lán til Jóns. En í stóra samhenginu eru það vitanlega smáaurar þegar Kína liggur flatt fyrir Jóni.
Kaupir kínversk vatnsfyrirtæki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vonandi passar sendiherrann sig vel, þegar hann fer að merkja flöskurnar sínar, að rugla ekki saman kínversku vatni og íslenzku vatni.
Sigurður (IP-tala skráð) 4.10.2011 kl. 17:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.