Bati lyftir ekki ríkisstjórninni

Batinn er kominn, sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra í umræðu um stefnuræðu forsætisráðherra. Efnahagsbatinn mun á hinn bóginn ekki hjálpa ríkisstjórninni að afla sér vinsælda meðal þjóðarinnar. Ástæðan er tvíþætt. Í fyrsta lagi er ríkisstjórnin ekki með pólitík sem hægt er að láta batann ríma við og í öðru lagi grefur betri afkoma undan meginstefnumáli annars ríkisstjórnarflokksins.

Efnahagslega eru aðaldrættir eftirhrunsins skýrir: við sluppum betur en á horfðist. Mælt í atvinnuleysi, kaupmáttarrýrnun og niðurskurði á velferðarþjónustu er Ísland skínandi dæmi um vel heppnaða hrunbjörgun.

Til að stjórnvöld nytu árangursins hefðu þau þurft að standa fyrir stjórnmálaumræðu sem félli að efnahagslegri endurreisn. Uppbyggingu efnahagslífs hefði átt að fylgja pólitík hvatningar og bjartsýni. Átakastjórnmál Jóhönnu og Steingríms festa í sessi þá mynd að efnahagurinn batnar þrátt fyrir stjórnina en ekki vegna hennar.

Aðalstefnumál Samfylkingarinnar er innganga Íslands í Evrópusambandið. Meginröksemdin fyrir inngögnu er að Íslendingar kunni ekki fótum sínum forráð við að stýra efnahagsmálum sínum. Eftir því sem efnahagsmálin okkar komast í betra horf verður erfiðara að selja almenningi þá hugmynd að Ísland verði að ganga Evrópusambandinu á hönd. 

Þau Steingrímur og Jóhanna hjuggu enn í sama knérunn á alþingi í gær. Jóhanna gangrýndi forsetann og Steingrímur skammaðist. Hvorugt sýndi af sér yfirbragð sem rímar við þá staðreynd að efnahagsmál á Íslandi standa betur en nokkur þorði að vona vorið sem þau Steingrímur og Jóhanna voru kjörin til forystu fyrir landsmálin.


mbl.is Forseta lagðar línur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hvort skyldi nú hafa fleiri atkvæði almennings á bakvið sig Jóhanna Sigurðardóttir eða forsetinn sem er þjóðkjörinn, og hvort ætli hafi meiri rétt til að leggja hinu línurnar?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.10.2011 kl. 08:23

2 Smámynd: Landfari

Góður pistill Páll

Landfari, 4.10.2011 kl. 08:56

3 identicon

Góður pistill.... og tek einnig undir með Ásthildi......

Ransý (IP-tala skráð) 4.10.2011 kl. 09:26

4 identicon

Eg veit ekki betur en Island se nær eina riki vestur Evropu med neikvædan hagvøxt undanfarid tratt fyrir afallid sem var verra en nokkurs stadar annars stadar.

Tøkk se Steingrimi og Johønnu.

Ekki gott tegar svørtu skyin koma nu yfir heiminn aftur.

jonasgeir (IP-tala skráð) 4.10.2011 kl. 10:26

5 identicon

Nú ætla Jóhanna og Steingrímur að hækka skatta á benzin, áfengi og tóbak, og við það hækka verðtryggðar skuldir heimilanna, og að sama skapi hækkar höfuðstóll verðtryggrar innistæðu fjármagnseiganda,en við þetta hafa engin verðmæti orðið til, og það sér náttúrlega allir hugsandi menn að þetta er algjörlega galið, og engin furða að allt sé í rúst hjá heimilum og fyrirtækjum landsins.

Jón Ólafs (IP-tala skráð) 4.10.2011 kl. 10:30

6 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Það er ekkert í stöðunni annað en koma þessari stjón frá eins fljótt og auðið er! Við höfum gott fólk á hliðarlínunni sem vill okkur vel en getur það ekki vegna þess að flokksræðið er búið að yfirtaka lýðræðið!

Sigurður Haraldsson, 5.10.2011 kl. 14:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband