Sunnudagur, 2. október 2011
Íslandshreyfingin í framboðsgír
Kosningar til alþingis gætu dunið yfir með skömmum fyrirvara enda Jóhönnustjórnin komin að fótum fram. Íslandshreyfing Ómars Ragnarssonar og nátturverndarsinna ætlar að hafa opinn þann möguleika að bjóða fram til þings.
Ómar á meira erindi á alþingi en margur annar og rökrétt af honum við núverandi aðstæður að vera tilbúinn ef kallið kemur.
Næstu kosningar gætu orðið sögulegar.
Ásókn í auðlindir landsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Til hvers að kjósa Ómar. Maður endar í Samfylkingunni áður en maður veit af.
http://www.dv.is/frettir/2009/3/27/islandshreyfingin-samthykkt-med-lofataki/
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 2.10.2011 kl. 19:50
Ómar er eins og aðrir meðlimir sönglagaráðsins óhæfir til að sitja þing vegna þátttöku sinnar í að virða ekki niðurstöðu hæstaréttar. Því miður því hann er sá eini úr því liði sem einhver missir er af.
.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 2.10.2011 kl. 20:01
Er ekki sjálfsagt að gera Ómar að forseta?
Kannski til lífstíðar?
Getum við kannski kosið Vigdisi aftur?
Væri það ekki best.
Þessari þjóð verður ekki bjargað.
Karl (IP-tala skráð) 2.10.2011 kl. 20:25
Íslandhreyingin verður þar með 3.ji flokkur Samspillingarinnar.
Óskar Guðmundsson, 2.10.2011 kl. 20:44
Rétt hjá Elínu. Íslandshreyfingin er annað nafn á Samfylkingunni:
http://blog.eyjan.is/tsv/tag/islandshreyfingin/
http://www.samfylkingin.is/Frettir/ID/40/Islandshreyfingin_til_lis_vi_Samfylkinguna
http://www.samfylkingin.is/Frettir/ID/139/Islandshreyfingin_samykkt_me_lofataki
Sigurður (IP-tala skráð) 2.10.2011 kl. 20:54
Samfylking er hreinasti viðbjóður. Eiginlega furðulegt að viðlíka geti þrifist og það meira að segja með góðu fólki hér og þar.
Kosturinn við Íslandshreifinguna er að þar er þó nýtt fólk.
Þó umbúðirnar líkist skelfilega smafylkingarpappírnum.
Það er eiginlega aldrei hægt að vera sammála Ómari. En hann er þó ærlegur kallin. Hann má eiga það. Og það er meira en hægt er að segja um nokkurn viðmælanda smafylkingarinnar síðustu misserin.
jonasgeir (IP-tala skráð) 2.10.2011 kl. 21:55
Ef mig misminnir ekki þá keypti Samfylkingin Íslandshreyfinguna með húð og hári, og því er Íslandshreyfingin bara enn einn aðili innan þessarar hreyfingar ásamt Guðmundi Steingrímssyni og Bestaflokknum. Þeir eru eins og þursinn sem fékk tíu höfuð fyrir hvert eitt sem reynt var að höggva af.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.10.2011 kl. 21:56
".....Íslandshreyfingin gekk inn í Samfylkinguna í mars 2009, nokkrum dögum eftir að tilkynnt hafði verið um framboð hreyfingarinnar í öllum kjördæmum. Íslandshreyfingin varð þar með fimmti flokkurinn sem hefur gengið í Samfylkinuna....."
............
http://is.wikipedia.org/wiki/%C3%8Dslandshreyfingin
.
" Í tilkynningu segir að Íslandshreyfingin hafi frá upphafi litið á sig sem fyrsta og eina græna flokkinn sem skilgreinir sig hvorki til hægri né vinstri og liggi því nálægt Samfylkingunni í litrófi íslenskra stjórnmála.
Íslandshreyfingin hlaut rúmlega 6000 atkvæði í kosningunum vorið 2007 eða 3,3% atkvæða. Í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur naut hreyfingin stuðnings rúmlega 5% kjósenda."
.................
http://www.visir.is/islandshreyfingin-gengur-i-samfylkinguna/article/2009162707312
.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 2.10.2011 kl. 22:08
Nú hlýtur eitthvað óvænt að ske á næstunni, því norræna velferðarstjórnin var að ráða, sem yfir mann bankasýslunnar,guðfræðing úr framsóknarfloknum, sem er að allra mati með langminstu starfsreynslu hjá fjármálafyrirtækjum, og enga menntun á því sviði.
Jón Ólafs (IP-tala skráð) 2.10.2011 kl. 22:24
Ómar er kannski ærlegur en hví varðist hann ekki neitt gegn kúgunarsamningi ICESAVE? Maður hefði nú samt haldið að ríkiskassinn og skattborgarar væru ein af stærstu auðlindum landsins og sem hann vill verja. Og hann hefur verið í Jóhönnu-yfirgangsráðinu sem er ekkert nema svívirða gegn Hæstarétti.
Elle_, 3.10.2011 kl. 17:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.