Barnabætur lækka, ESB-umsókn fær sitt

Barnabætur lækka, skorið er niður hjá sjúkrahúsum og skólar fá skertan kost hjá ríkisvaldinu, þökk sé forgangsröðun ríkisstjórnar Jóhönnu og Steingríms. Tilgangslausa umsókn Össurar og Samfylkingar um aðild Íslands að Evrópusambandinu fær á hinn bóginn sérmeðhöndlun. Hundruðum milljóna króna er eytt í ESB-umsókn með þessum rökum 

Fyrst ber að nefna verkefni vegna þátttöku ráðuneytisins í aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið en talið er að samningar um sjávarútvegsmál og landbúnaðarmál verði meðal þeirra kafla sem erfiðast verði að ná samningum um og að verkefnaálag aukist tímabundið vegna þess.

Hjálpum ríkisstjórninni að ná áttum. Skrifum undir hjá skynsemi.is


mbl.is Halli á fjárlögum til 2014
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mjólkurkýrnar eru þurrkaðar með rækilegri skattlagningu eða þær sultaðar niður í atvinnuleysi sem hlýst af sömu stefnunni.

..Eða þá að kýrnar bara flytji úr landi í aðra beit.  Sem betur fer geta sumar kýrnar það.

Þá er auðvitað bara niðurskurður.  

Nema þá auðvitað í kratabákninu sem allt skynsamt fólk sér að er hrunið undir þunga síns sjálfs.

jonasgeir (IP-tala skráð) 1.10.2011 kl. 20:32

2 identicon

Hvenær ætlar Páll Vilhjálmsson að opinbera sína eign í kvótagreifa safninu og hjá eigendafélagi bænda ????

Páll Vilhjálmsson , það er með þig eins og alla aðra leigupenna, það kemur að lokum !

JR (IP-tala skráð) 2.10.2011 kl. 00:09

3 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Framlög til Hörpu hækka um 34%

Óskar Guðmundsson, 2.10.2011 kl. 01:19

4 identicon

Er hann fársjúkur þessi JR?

Ólafur (IP-tala skráð) 3.10.2011 kl. 11:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband