Laugardagur, 1. október 2011
Dorrit kyssir mótmælendur, Ólafur Ragnar grínast
Þjóðin mótmælti ríkisstjórninni. Forsetafrúin sýndi samstöðu með almenningi með því að kyssa mótmælendur á Austurvelli. Í þinghúsinu grínaðist Ólafur Ragnar Grímsson forseti með ruglið í kringum sjórnlagaráð Jóhönnu og Steingríms J.
Þið verðið að gera upp við ykkur hvort ný stjórnarskrá stórefli forsetavaldið eða sú gamla eigi að duga, sagði Ólafur Ragnar efnislega og sagði tíman skamman vegna forsetakosninga næsta sumar.
Eymdarstjórn Jóhönnu Sig. mun tæplega koma sér saman um nýja stjórnarskrá og jafnvel svo ólíkega vildi til kæmist sú stjórnarskrá aldrei í gegnum alþingi.
Forsetahjónin eru sigurvegarar dagsins - ásamt mótmælendum.
Forsetafrúin kyssti mig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ræða forsetans var flott. Sérstaklega hafði ég gaman af kaflanum um þjóðaratkvæðagreiðslur:
Þarna er lítt dulbúinn Icesave-undirtónn. Hann er hreinlega að hæðast að Steingrími og Jóhönnu.
Haraldur Hansson, 1.10.2011 kl. 17:20
Alveg er ég þér sammála Páll. Þau eiga heiður skilið. Þingmenn fá skömmina fyrir að nota lögregluna sem hlífðarskjöld fyrir eggjum og tómötum. Ekki að ég vilji hvetja til slíks, en þá átti lögreglan ekki að þurfa að taka því. Heigulsháttur þeirra gagnvart þjóðinni verður ekki betur sýndur en það sem skeði í dag.
Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 1.10.2011 kl. 17:24
Ekki það að það sé hægt að hrósa eggjakasti, en þó er það kanski að það komi vel á vondan sem hefur talað álíka viðburði með velþóknun;
Mjög skondið orðað hjá þér Haraldur;
Höfuðið á Árna er vondur staður...
http://maeglika.blog.is/blog/maeglika/entry/1194975/jonasgeir (IP-tala skráð) 1.10.2011 kl. 17:30
Og mannvitsbrekkan Björn Valur klikkaði ekki frekar en fyrri daginn.
.
http://smugan.is/2011/10/arni-fekk-egg-i-gagnaugad-bjorn-valur-nadi-odru-a-haelinn/?utm_source=rss&utm_medium=rss&utm_campaign=arni-fekk-egg-i-gagnaugad-bjorn-valur-nadi-odru-a-haelinn
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 1.10.2011 kl. 17:42
Íslenskan vefst fyrir Páli. Menn grínast við einhvern eða menn grínast með eitthvað. Páll hefði getað skrifað ;Dorrit kyssir mótmælendur og Ólafur Ragnar grínast með Stjórnlagaráð.
gangleri (IP-tala skráð) 1.10.2011 kl. 18:46
,,Íslenskan vefst fyrir Páli."
Það getur ekki verið, Páll Vilhjálmsson er með mikla háskólamenntun og gerir aldrei mistök , að eigin sögn !!!!!
JR (IP-tala skráð) 1.10.2011 kl. 19:13
Gangleri; hvað eru margar villur í spurningunni: "Ertu að grínast?"
Haraldur Hansson, 1.10.2011 kl. 19:55
Haraldur, það er engin villa. Sögnin er í nafnhætti. Að er nafnháttarmerki. Páll ætti að leiðrétta ruglið.
gangleri (IP-tala skráð) 1.10.2011 kl. 21:18
Sorrý Gangleri, ég sé ekki villuna. "Þú bullar" eða "Hann grínast" eru ekki villur. Eins og þetta er í fyrirsögninni er engin krafa um nafnháttarmerki.
En það sem skiptir máli er innihald færslunnar. Við getum verið sammála um að það er gott. Mjög gott.
Haraldur Hansson, 1.10.2011 kl. 21:59
Já mikið er ég sammála Tek undir hvert orð.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.10.2011 kl. 19:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.