Ríkisstjórn mótmælt í beinni

Veik staða ríkisstjórnarinnar kallar fram mótmæli sérhagsmuna eins og Samtaka atvinnulífsins jafnt sem almannahagsmuna eins og Samtaka heimilanna. Óvinsældir ríkisstjórnar Jóhönnu Sig. draga að sér gagnrýni úr öllum áttum. Málefnin eru orðin aukaatriði, mótmælin aðalatriði. Og ríkisstjórnin getur sjálfri sér um kennt hvernig komið er.

Hvers vegna? Jú, ríkisstjórnin lagði línurnar þegar í upphafi með sundrungarstefnu í óskyldum málaflokkum s.s. utanríkismálum, stjórnarskrárumræðunni og í sjávarútvegsstefnunni. Í mikilvægum málaflokkum, t.d. í uppgjöri við hrunmenninguna og endurreisn atvinnulífsins, var svotil engin stefna.

Sundrungarstefnan var keyrð áfram með flumbrugangi og skilaði árangri eftir því; umsóknin um ESB sigldi í strand, stjórnlagaþingskosningarnar voru dæmar ólöglegar og breytingar á kvótakerfinu eru ekki í höfn. 

Þótt þjóðin hafi í tvígang löðrungað ríkisstjórnina, með því að hafna stjórnarstefnunni í tveim Icesave-kosningum, lærði ríkisstjórnin ekki sína lexíu. Jóhanna og Steingrímur halda að með offorsi megi bæta þjóðfélagið. Svo er ekki.

Mótmælin á morgun eru upphaf mótmælavetrar.


mbl.is Þingsetning í beinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Reyndar verður samstöðufundur á morgun.

Á mánudaginn byrja svo mótmæli af fullum krafti skilst mér.

Guðmundur Ásgeirsson, 30.9.2011 kl. 07:47

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   Einmitt það sem þarf,þau skilja ekki fyrr en skellur í tunnum, oft og lengi.

Helga Kristjánsdóttir, 30.9.2011 kl. 08:44

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Áfram íslenska þjóð. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.9.2011 kl. 08:52

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Sjáumst á Auturvelli.

Ragnhildur Kolka, 30.9.2011 kl. 11:14

5 identicon

Það er auðvitað alveg magnað að engin alvöru félagssamtök geti stutt þessa ríkisstjórn lengur.

Meira að segja ASÍ segir nóg komið, takk.

Þetta er auðvitað alveg makalaus fjós-flór-stjórn þetta.

jonasgeir (IP-tala skráð) 30.9.2011 kl. 12:48

6 identicon

Nú vill Lára Hanna að þjóðin kaupi Grímsstaði á fjöllum. Hún segir "viss öfl" óð í að selja. Lára Hanna hikar ekki við að ræða spillinguna í Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. Þegar um VG og Samfylkingu er að ræða vandast málin og hún talar um viss öfl - raddir guðanna.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 30.9.2011 kl. 12:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband