Fimmtudagur, 29. september 2011
Þrír Baugsvitringar í stjórn Iceland Express
Iceland Express er undir stjórn þriggja manna, samkvæmt Viðskiptablaðinu, sem eru nánir samherjar Jóns Ásgeirs Jóhannessonar Baugsstjóra; Pálmi Haraldsson viðskiptafélagi Jóns Ásgeirs, Sigurður G. Guðjónsson lögfræðingur og viðskiptafélagi Jóns Ásgeirs og Skarphéðin Berg Steinarsson starfsmaður Baugs til langs tíma.
Flugfélag með slík ofurmenni í stjórn þarf vitanlega ekki forstjóra.
Sennilega ekki heldur flugmenn.
Forstjóri Iceland Express hættur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Að sjálfsögðu þarf Iceland Express ekki á flugmönnum að halda. Það er ekki og hefur aldrei verið flugfélag frekar en ísbúðin Brynja. Þetta áttu að vita, verandi blaðamaður...eða hvað?
Sigurður (IP-tala skráð) 29.9.2011 kl. 22:55
þarf það þá nokkuð farþega?
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 29.9.2011 kl. 22:57
Ekki fer ég með þessum glæpamanni sem pálmi er erlendis það er á tæru!
óli (IP-tala skráð) 29.9.2011 kl. 23:33
Þeir hljóta að klúðra þessu eins og öllu öðru sem þessar brekkur koma nálægt.
.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 30.9.2011 kl. 00:26
Hvað með öryggismálin hjá svona félagi?
Viggó Jörgensson, 30.9.2011 kl. 00:32
Flugfélag? Er ekki í lagi með þig Páll? Áttu kennitölu á einni einustu flugvél sem þessi óskapnaður hefur átt? Don´t think so. Icelnad Express....sennilega ein verst rekna ferðaskrifstofa veraldar. Í Luxemborg situr hins vegar eigandinn og skilur hvorki upp né niður, að fækka skuli í kúnnahópnum, enda vanur að valsa um peninga eins og skít, meðan stætt var á landinu góða.
Halldór Egill Guðnason, 30.9.2011 kl. 03:32
Hvernig stendur annars á því að flestir Íslendingar telji Iceland Express vera flugfélag? Íslendingar eru aular sem ekkert skilja fyrr en brennur á þeim. Soorry............................
Halldór Egill Guðnason, 30.9.2011 kl. 04:32
Þar með talið þú, Halldór dóni?
Tryggvi (IP-tala skráð) 30.9.2011 kl. 11:20
Skulda-Birgir, skrafa menn,
skall á farartálma.
Slæðu-Héðinn unir enn
undir Skugga-Pálma
Hrúturinn (IP-tala skráð) 30.9.2011 kl. 16:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.