Tímaskyn Jóhönnu Sig. og evran

Grikkir hafa haft evru í tíu ár og eru að sökkva. Evran er ástæðan fyrir gjaldþroti Grikkja. Þegar vextir þurftu að vera háir í Grikklandi vegna þenslu voru þeir í reynd lágir vegna þess að Þjóðverjar þurftu lága vexti í kjölfar samruna þýsku ríkjanna sem olli samdrætti í landi Beethoven.

Evran veldur ójafnvægi í efnahagsbúskap þeirra þjóða sem nota gjaldmiðilinn og fær ekki þrifist nema með ríkjasamruna þeirra landa sem nota evru. Og það tekur tíma að búa til miðstýrt ríkisvald 17 þjóðríkja.

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir að erfiðleikar Evrópusambandsins með evruna séu tímabundnir. Ef Jóhanna á við tímabundið sé næstu tvö til fjögur ár er það rangt mat hjá henni, ef evran lifir tekur það áratug eða tvo að smíða stór-evrópskt ríkisvald utanum gjaldmiðilinn.

Bretland, Svíþjóð og Danmörk verða ekki hluti af evrulandi í næstu framtíð. Er líklegt að Ísland verði það?


mbl.is Erfiðleikar ESB tímabundnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Tómasson

Nei.

Heimir Tómasson, 29.9.2011 kl. 21:13

2 identicon

Nei.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 29.9.2011 kl. 21:16

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei vonandi ekki.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.9.2011 kl. 21:17

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Hvers vegna spurði Sigmar ekki Jóhönnu að því af hverju Írar hefðu ákveðið að fara þá leið að lækka laun fólks, þegar Jóhanna hældi sér af því að þá leið hefði ekki þurft að fara hér?

Hvers vegna spurði hann hana ekki að því hvort evran ætti kannski einhvern þátt í þessari ákvörðun Íra? Að þeir hefðu ekki átt annara kosta völ vegna þess að þeir höfðu evruna sem gjaldmiðil?

Þau eru mörg "hvers vegna" eftir þetta leirit Jóhönnu og Sigmars í leikhúsi RUV!!

Gunnar Heiðarsson, 29.9.2011 kl. 21:44

5 identicon

Sæll.

Orð Jóhönnu sýna glögglega hve lítinn skilning hún hefur á efnahagsmálum og það finnum við á okkar eigin skinni hérlendis. Evran er orsök vanda margra þjóða innan ESB og það er eitthvað sem Samfylkingarmenn munu sennilega aldrei skilja.

Hve oft hafa leiðtogar ESB leyst vanda Grikkja? Grunnvandi þeirra hefur ekki verið leystur og því munu vandræði þeirra ekki hverfa.

ESB er orðið stórt miðstýrt apparat sem dregst aftur úr í hinum alþjóðlega heimi viðskipta þar sem mikil samkeppni ríkir. Árið 2000 setti ESB sér markmið sem áttu að nást 2010  varðandi viðskipti og rannsóknir en hafa engan vegin náðst.

Íbúar Evrópu voru lengi að verða sér úti um það frelsi sem þeir nú hafa en leiðtogar ESB ganga hægt og rólega á það frelsi. Hvers vegna ættu skriffinnar í Brussel að hafa eitthvað með fjárlagafrumvarp einstakra ríkja að segja? Viljum við að skriffinnar í Brussel segi okkur í hvað við megum eyða okkar peningum?

Helgi (IP-tala skráð) 29.9.2011 kl. 23:36

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Helgi Nei! það er bara svo einfalt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.9.2011 kl. 23:45

7 identicon

@Helgi: "Orð Jóhönnu sýna glögglega hve lítinn skilning hún hefur á efnahagsmálum og það finnum við á okkar eigin skinni hérlendis".

Ertu ekki að misskilja þetta eitthvað Helgi, eða ertu bara svona hógvær? Jóhanna hefur akkúrat engan skilning á efnahagsmálum, það hefur sérlegur aðstoðarmaður hennar heldur ekki.

Björn (IP-tala skráð) 30.9.2011 kl. 00:31

8 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

"Evran er ástæðan fyrir gjaldþroti Grikkja." ????

Ömm já.

Og óráðsía stjórnmálamanna Grikkja kemur málinu bara ekkert við?

Efran hefur uppá sitt einsdæmi kaffart Grikkjum. Gaman af þessu.

Sleggjan og Hvellurinn, 30.9.2011 kl. 13:04

9 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Gunnar Heiðarsson, 29.9.2011 kl. 21:44

Með gengsifalli krónunnar þá lækkuðu öll laun á Íslandi mun meira en á Írlandi.

Sleggjan og Hvellurinn, 30.9.2011 kl. 13:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband