Lífeyrissjóðavæðing atvinnulífsins

Framtakssjóður lífeyrissjóðanna fór út á hálan ís með kaupum á Húsasmiðjunni og enn frekar með kaupum á bensínsölunni N1. Smásölurekstur er best kominn á frjálsum markaði þar sem ríkisvaldið sér um stífar samkeppnisreglur.

Lítil sem engin umræða hefur farið fram um hlut lífeyrissjóðanna í eftirhrunsatvinnulífinu. Hægt væri að sjá fyrir sér aðkomu lífeyrissjóða með því að styðja við bakið á almennum starfsmönnum í lítlum og meðalstórum fyrirtækjum sem eigendur hafa keyrt í þrot - að því gefnu að reksturinn sé lífvænlegur.

Ef ekki er áhugi fyrir því að starfsmenn yfirtaki rekstur eða að reksturinn sé ónýtur á að setja góssið í gjaldþrot. Aðrir koma þá til sögunnar ef eftirspurn er eftir viðkomandi starfsemi.

Vandséð er hvernig lífeyrissjóðir, sem eiga að ávaxta lífeyrir landsmanna, geti verið kjölfestufjárfestar í fyrirtækjum á samkeppnismarkaði.

Athyglisvert er að félagslegt eignarhald á atvinnufyrirtækjum ryður sér til rúms án þess að nokkur pólitísk öfl hafi í frammi þá kröfu. Er ekki næsta skrefið að lífeyrissjóðirnir komi sér upp stjórnmálaflokkum og fjölmiðlum?


mbl.is Framtakssjóður kaupir hlut í N1
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki er þetta nú fallegra;

http://www.amx.is/fuglahvisl/17717/

Að eyða almannafé í skuldir gjaldþrota opinberra aðila.  Það væri hreint og beint rán á sparifé eldri Íslendinga.

Kæmi þó svo sem ekki neitt sérlega á óvart þar sem samfylkingarmeistarar ráða.

jonasgeir (IP-tala skráð) 29.9.2011 kl. 15:31

2 identicon

Í mínum huga er þetta einfallt, ég er að leggja fyrir í lífeyrssjóð til að enda ekki á götunni í ellinni.

Ég óttast að allar þessar áhættufjárfestingar leiði til þess að ég endi á götunni.

Hvernig væri að banna áhættufjárfestingar með fjármuni annarra ?

Afhverju taka þessir menn ekki áhættu í eigin reikning ???

Emil Emilsson (IP-tala skráð) 30.9.2011 kl. 16:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband