Fimmtudagur, 29. september 2011
Stór-Evrópa eða dauði ESB
Evru-kreppan leikur ljósum logum um meginland Evrópu og leggur efnahag þjóðríkja, fyrirtækja og heimila í rúst. Kjarninn í boðskap Barroso forseta framkvæmdastjórar Evrópusambandsins er að leiðtogar sambandsins standi frammi fyrir tveim kostum. Stór-Evrópa með sameiginlegu ríkisvaldi er annar kosturinn en hinn er að Evrópusambandið liðist í sundur.
Þegar stórveldahagsmunir eru í húfi er reynt í lengstu lög að koma í veg fyrir hið óhjákvæmilega. Tyrkjaveldi tók sér 300 ár að liðast í sundur. Stundum þvinga aðstæður fram snögg umskipti; Sovétríkin splundruðust tveim árum eftir fall Berlínarmúrsins.
Evrópusambandið getur ekki bjargað sér vegna þess að almenningur í Evrópu er ekki tilbúinn að setja saman nýtt fjölþjóðaríki til þess eins að bjarga gjaldmiðli.
Evran drepur ESB.
Samstarf gegn skuldakreppu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.