Einveldi ESB og Ísland

Frá miðri 19. öld og fram að heimastjórn 1904 var baráttumál Íslendinga að fá framkvæmdavaldið heim frá Kaupmannahöfn. Hornsteinn þingræðis er að þing og ráðherrar séu í kallfæri og tali sama tungumál - til að ráðherrar standi til ábyrgðar hjá fulltrúum almenningis á þingi.

Í gær Barroso forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins að hugmyndir um þingræði byggðust á úreltum sjónarmiðum. Barroso var maóisti á sínum yngri árum og ólst upp í ríki herstjóra. Kannski er honum vorkunn að boða einveldi.

Hér á Íslandi á Barroso fylgismann á ritstjórastól sem útlistar fagnaðarerindið frá Brussel með þessum orðum

José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnarinnar, sagði í ræðu sinni á Evrópuþinginu í gær að það hefði verið tálsýn að halda að hægt væri að hafa sameiginlegan gjaldmiðil og sameiginlegan innri markað á meðan hvert ríki færi sínu fram í efnahags- og ríkisfjármálum. Það er rétt. Tilhneiging stjórnmálamanna til að kaupa sér vinsældir og atkvæði með því að eyða um efni fram og safna skuldum er alþjóðlegt vandamál og krefst alþjóðlegra lausna.

Í munni aðildarsinna er fullveldi ,,tálsýn." Lýðræði er ómögulegt og við eigum að gefa okkur á vald upplýstu einveldi Evrópusambandsins. 

Samkvæmt bókum aðildarsinna hefði Ísland aldrei átt að sækjast eftir sjálfstæði frá Dönum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband