Þriðjudagur, 27. september 2011
Íslenskir huldubankar vekja ekki traust
Eigendur Íslandsbanka og Arion banka eru með málað yfir nafn og númer. Á meðan upplýsingar um eigendur íslensku bankanna liggja ekki fyrir verður að búast við hinu versta, að rússneska mafían, Suður-Amerískir eiturlyfjabarónar, kínverski kommúnistaflokkurinn, eða guð hjálpi okkur; íslenskir útrásarauðmenn eigi ráðandi hlut.
Það stendur upp á ríkisstjórnina að leggja fram lagafrumvarp sem tryggir gagnsæi á eignarhaldi bankanna.
Leyndin sem ríkir um eigendur bankanna er óskiljanleg.
Íslenskir bankar á botninum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já, svo sannarlega óskiljanleg.
Leynd vekur ævinlega tortryggni og grun um óhreint mjöl í pokanum.
Árni Gunnarsson, 27.9.2011 kl. 11:09
Baugsfylkingin og útibúið VG sjá um sína..
.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 27.9.2011 kl. 13:52
Þarflegt umræðuefni. Stjórnarandstaðan getur einnig samið slíkt frumvarp, hvort sem það yrði samþykkt nú eða eftir næstu kosningar.
Sigurður (IP-tala skráð) 27.9.2011 kl. 17:37
Við hverju búast menn öðru með þetta lið við stjórn?
Halldór Jónsson, 28.9.2011 kl. 00:27
Það er eins og ég hef sagt margoft áður að Basel 2 regluverkið og áhættugrunnar þess hafa ekki fengið umræðu sem skildi, stóru bankarnir myndu ekki lifa af 4 klst inni á hlutabréfamarkaði.
Valgeir ásbjörnsson (IP-tala skráð) 28.9.2011 kl. 01:42
Páll, það er ekki leynd yfir hverjir eiga íslensku bankanna, það eru bara fjölmiðlar sem eru algjörlega með lokuð augun sem angra mann meira. Íslenska ríkið tók yfir stóru gömlu bankanna á sínum tíma, nýju bankarnir eru dótturfélög þeirra, stóru gömlu bankarnir hafa ekki ennþá farið í gegnum nauðasamninga svo að kröfuhafar eiga þá ekki ennþá, stóru bankarnir voru í tveggja ára greislustöðvun sem nú er að ljúka, sem sagt eins og staðan er í dag þá á ríkið bankanna en er ennþá að reyna að ná í 800 milljarða króna víkjandi lán sem reyndust ólögleg þar sem að stóru bankarnir voru og eru ennþá fjárfestingarbankar.
Valgeir ásbjörnsson (IP-tala skráð) 28.9.2011 kl. 06:21
Þetta er mafía sem er varin af stjórnvöldum og stjórnarandstöðu vegna þess að gamla flokkræðiskerfið sér um sýna til að viðhalda spillingunni og einkavina stefnunni!
Sigurður Haraldsson, 28.9.2011 kl. 07:05
Ég er bara undrandi að það sé ekki búið að láta Gunnar Andersen fjúka þessi grein sagði allt sem segja þarf um þessa ræfla hjá FME.
Valgeir ásbjörnsson (IP-tala skráð) 28.9.2011 kl. 08:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.