Dótturflokkur Samfylkingar

Samfylkingunni líður svo illa í eigin skinni að formaður flokksins stakk upp á því í sumar að sjoppunni yrði lokað. Framboð flokks Guðmundar Steingrímssonar er að skoða í því ljósi að Samfylkingin mælist með um 20 prósent fylgi og er einangraður í sínu stærsta máli, umsókninni um aðild að Evrópusambandinu.

Bakhjarl Guðmundar er Össur Skarphéðinsson yfirplottari Samfylkingar. Á dekki eru léttadrengirnir Björgvin G. Sigurðsson og Róbert Marshall.

Tilraun með grínaktugan dótturflokk Samfylkingar er framlag vinstrimanna til nýsköpunar íslenskra stjórnmála. 


mbl.is Hyggja á framboð til Alþingis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hann talar um frjálslynda en nefnir ekki ESB. Eina stefnumálið er feimnismál.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 21.9.2011 kl. 08:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband