Þriðjudagur, 20. september 2011
Samfylkingin í afneitun um Evrópusambandið
Hagfræðingar eru svotil allir sammála um að gjaldmiðlasamstarf 17 af 27 ríkjum Evrópusambandsins muni ekki halda velli nema ríkin taki upp sameiginlegt ríkisvald á sviði fjármála, skatta og atvinnumála.
Seðlabankastjórinn á Íslandi er hagfræðimenntaður og hlýtur að hafa reynt að útskýra stöðuna í evrulandi fyrir ríkisstjórninni. Það eru einfaldlega engar líkur að evru-kreppan leysist eins og Jóhanna Sigurðardóttir vill að hún leysist, með því að einstök ríki lagi til í fjármálum sínum.
Jóhönnu Sig., Össuri og þeim í forystu Samfylkingarinnar er nokkur vorkunn í afneitun sinni á ástandinu í evrulandi. En Steingrími J., Ögmundi og Svandísi ber skylda til að segja hlutina eins og þeir blasa við: vegna óvissu um framtíð Evrópusambandsins eiga Íslendingar að draga umsókn sína um aðild tilbaka.
Fylgst með kreppu í Evrópu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er von til að þau meðtaki hreinan tæran sannleikann,eftir áralanga misnotkun á honum.
Helga Kristjánsdóttir, 20.9.2011 kl. 17:57
Samfylkingar ríkisstjórnin vil heitast af öllu sameiginlegt ríkisvald og afhenda ESB öll forráð og stjórn Íslands. Þannig telja þau tryggt að þau sjálf geti setið að "völdum" til eilífðarnóns án þess að þurfa að taka ábyrgð á neinu eða svara fyrir neitt- því þá mun allt kemur frá guði, nei, nei meinti frá ESB.
Þess vegna er stjórnin ekkert að hafa fyrir því að móta neina stefnu í ríkismálum eða efnahagsstjórnun þau bara að bíða eftir aðildinni.
Sólbjörg, 20.9.2011 kl. 19:22
Lítil von að þau játi að þau skilji það sem þau vilja ekki skilja eða þykjast ekki vita.
Elle_, 20.9.2011 kl. 19:40
Maður hlýtur að spyrja sig;
Ertu á launum við þetta þvaður? Færðu bónus fyrir hverja færslu?
Jóhann (IP-tala skráð) 20.9.2011 kl. 22:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.