Magma-sukk í boði Steingríms J.

Sukkið í kringum einkavæðingu HS Orku heldur áfram. Sænska skúffufyrirtækið, sem einu sinni hét Magma Energy og núna Alterra Power, sýnir tap núna en fyrir skemmstu ofsagróða. Síðast þegar fréttir voru engar þær breytingar á rekstri HS Orku sem réttlættu rússíbanareið taps og gróða.

Sjónhverfingarnar í kringum einkavæðingun orkuauðlindanna eru alfarið á ábyrgð Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra sem gagngert fékk það hlutverk að vinda ofan af hálvitaganginum sem fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, Árni Mathisen, hratt af stað.

Krafan er að orkuauðlindirnar skulu vera í eigu þjóðarinnar. Punktur. 


mbl.is Alterra færði bréf í HS Orku niður um tíu milljónir dollara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Steingrímur hefur staðið sig vel í því að vinda ofan af fíflagangi Sjálfstæðismanna. Magma og Sjóvá eru góð dæmi þar um.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 20.9.2011 kl. 07:08

2 identicon

Spunatrúðar Samfylkingar, VG auglýsa nú eftir sjónhverfingameistara til að setja á svið mótmæli. Vill einhver bjóða sig fram?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 20.9.2011 kl. 07:42

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Það var hverju mansbarni ljóst sem kunni að lesa (ensku) hvernig var ástatt fyrir Magma. Þeir gerðu út heimasíðu sem sagði hreint og beint hvernig var ástatt fyrir þeim. Framleiðslan í Megawottum var eins og stór bænda virkjun á íslandi eða um 5 MW  það voru margir samningar með landsvæði en engir peningar til þess að klára neitt. Ég spyr ennþá hvað var í gangi þarna og hversvegna voru þeir komnir með myndir að virkjunum hér á landi áður en þeir voru búnir að gera samninga við HS. Eins gerði Hollenska skúffufyrirtækið á sinni heimssíðu sem ætlaði að ''kaupa'' keflavíkurflugvöll

Valdimar Samúelsson, 20.9.2011 kl. 12:35

4 identicon

Með hvaða orðum verður Steingrími lýst?

Hann slær út allt það versta í íslenskum stjórnmálum.

Karl (IP-tala skráð) 20.9.2011 kl. 16:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband