Mánudagur, 19. september 2011
Eina leiðin til að bjarga ESB er meira ESB
Til að bjarga evrunni og þar með framtíðarhorfum Evrópusambandsins þarf að auka miðstýringuna frá Brussel á viðkvæmustu málefnum fullvalda þjóða, skattlagningu og ríkisfjármálum. Fyrr munu Bretar ganga úr Evrópusambandinu en að samþykkja auknar valdheimildir til Brussel.
Tilraunir Evrópusambandsins til að koma skikki á ríkisfjármál Grikkja sýna að án samkomulags í stjórnmálalífi viðkomandi þjóðar er nær ógerlegt að fjarstýra ráðuneytum frá Brussel.
Líklegasta niðurstaðan er að Grikkir verði þvingaðir úr evrulandi. Við það dettur botninn úr evru-samstarfinu. Krafa um þjóðaratkvæði í Bretlandi sýnir að eyþjóðin telur ekki meira ESB vera lausn á vandanum sem að steðjar - heldur er tímabært að vinda ofan af Brusselvaldinu.
Krefjast þjóðaratkvæðis um ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég tel mig hafa sloppið furðu vel frá áfengisvandamálum í lífinu, og ein ástæða þess er líklega sú, að ég hef aldrei fengið mér afréttara, þótt ég væri hálf rykaður í kollinum að morgni. Ef ég hef drukkið heldur mikið, er einfaldlega nóg komið og ekki á það bætandi fyrr en ég er kominn í alveg samt lag. Þessa ráðleggingu gef ég ESB hér mér, því að mjög sennilega má nota hana á fleira en brennivín, ef fólk vill komast hjá að lenda í rugli eða þurfa að fara í afvötnun.
Sigurður (IP-tala skráð) 19.9.2011 kl. 13:21
Er lausnin á skuldavanda fólgin í aukinni skuldsetningu?
Athugið að "erlend fjárfesting" er séð frá Íslandi, aukin skuldsetning.
Guðmundur Ásgeirsson, 20.9.2011 kl. 20:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.