Sunnudagur, 18. september 2011
Valkostir Evrópusambandsins og staða Íslands
Angela Merkel kanslari Þýskalands stendur frammi fyrir tveim slæmum kostum í málefnum evrunnar og Evrópusambandsins. Fyrri kosturinn er að hefja uppbyggingu Stór-Evrópu með sameiginlegu yfirríkisvaldi þeirra 17 ríkja sem mynda evruland. Hvorki er almennt fylgi við slíka stefnu í Þýskalandi né öðrum evru-ríkjum og því fyrirséð að hún yrði aðeins keyrð í gegn með valdboði að ofan.
Seinni kosturinn er að vinda ofan af Evrópusambandinu með því að evru-samstarfið yrði stokkað upp. Tvær leiðir bjóðast þar. Að Grikkland og önnur óreiðuríki í Suður-Evrópu yfirgefi Evrópusambandið annars vegar og hins vegar að Þjóðverjar og fjármálalega traust evru-ríki í norðri s.s. Holland, Finnland og Austurríki yfirgefi evruna og stofni til nýs myntsamstarfs.
Slitni upp úr evru-samstarfinu er allt Evrópusambandið í uppnámi. Framtíðarhorfur Evrópusambandsins byggja á samstarfinu um gjaldmiðilinn. Án evru eru allar líkur á að afturkippur komi í annað ESB-samstarf, t.d. um frjálsa för vinnuafls og fjármagnsflæðis á milli landa.
Lærdómurinn sem við Íslendingar getum dregið af þeim meginkostum sem Evrópusambandið stendur frammi fyrir er að nágrannaríki okkar eins og Bretland, Danmörk og Svíþjóð eru ekki hluti af rússíbanalest evrulands. Þau munu bíða og sjá hverjum fram vindur og ekki láta sér til hugar koma næstu árin að ganga til liðs við evru-samstarfið.
Ísland er með umsókn um aðild að evru-samstarfi Evrópusambandsins. Þangað er ekki skynsamlegt að leita nú um stundir. Skrifum undir hjá skynsemi.is og leggjum umsóknina til hiðar.
Merkel spáð öðrum ósigri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Kosningar í Berlín hafa ekkert með ESB að gera. Kristilegir demókratar eru með meira fylgi núna í Berlín en þeir hafa haft í síðustu kosningum.
Kristilegir Demókratar og Frjálsir demókratar hafa haft lélega forystumenn í Berlín síðustu ár.
Það væri flott ef menn kynntu sér kosningarnar í Berlín.
Það er ekkert talað um ESB eða evru. Þeir sem hafa það á kosningaspjöldunum sínum eru öfgaflokkar því þetta er ekki rætt á þinginu í Berlín.
Þetta er eins og að ef flokkar til bæjarstjórna á Íslandi væru að tala um ESB eða utanríkismál. Bull og vitleysa að gera það.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 18.9.2011 kl. 09:16
Stundum þarf ekki að fjölyrða um það sem augljóst er , og allir vita !
Ransý (IP-tala skráð) 18.9.2011 kl. 10:27
Vel skýrt hjá þér að vanda, Páll. Valkostir Merkel eru skýrir: "Damned if you do, damned if you don´t".
Stefán Júlíusson tekur ekki á því sem Páll skrifaði um hér, enda er það afar óþægilegur sannleikur. Ósigur Merkel í höfuðborginni hlýtur hafa áhrif á styrk hennar í landsmálunum eða sem leiðtogi sterkasta ríkis ESB.
Ívar Pálsson, 18.9.2011 kl. 10:54
Ívar, CDU hefur tapað í borginni í áratug. Svona aðeins til að segja frá, þá hefur Berlín alltaf verið vinstrisinnuð borg.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 18.9.2011 kl. 11:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.