ESB betlar um stuðning við evru

Seðlabankastjóri ESB segir skuldastöðu evru-ríkja betri en margra annarra. Kannski rétt, en það eru engin önnur ríkjasamtök að gliðna í sundur vegna skuldakreppu en einmitt Evrópusambandið. Á sama fundi og Tichet sperrti sig bað fjármálaráðherra Austurríkis Bandaríkin um framlag í björgunarsjóð evru-ríkja. Bóninni var hafnað.

Á öðrum fundi, austur í Kína, fullyrti fyrrum forsætisráðherra Breta, Gordon Brown, að evru-ríkin geti ekki ráðið ein við skuldakreppuna. Aðstoð frá Kína þarf að koma til, segir Brown.

Myndin sem blasir við er þessi: evruland getur ekki leyst sín mál vegna þess að engin samstað er á milli þeirra 17 ríkja sem deila með sér evrunni sem lögeyri um það hvernig eigi að leysa úr skuldakreppunni.

Allar líkur eru að evru-ríkin missi stjórn á atburðarásinni og skuldakreppan brjóti upp evru-samstarfið.


mbl.is Evrópa hafnar gagnrýni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það má vel vera að Evrusamstarfið taki einhverjum breytingum og eins að einhver ríki gangi úr því og önnur í það. Það gæti meira að segja farið svo að teknir verðu upp tveir svæðisbundnir sameiginlegir gjaldmiðlar innan ESB.

Það er hins vegar ekki svo að þetta samstarf sé að gliðna í sundur og þaðan af síður eru einhver teikn á lofti um að Evrópusambandið sjálft sé að liðast í sundur eins og þú ert hér að ýja að.

Fyrir utan þetta þá er ESB ekki "ríkjasamband" eins og þú talar hér um heldur er þetta eifnaldlega samstarfsvettvangur 27 sjálfstæðra og fullvalda lýðræðisríkja í Evrópu.

Sigurður M Grétarsson, 18.9.2011 kl. 11:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband