Löskuð stjórn veit á minna gerræði

Duttlungafrumvarp Jóhönnu Sig. um stjórnarráðið fær þá meðferð sem það átti skilið. Alþingi gaf ekki eftir fyrir gerræðiskröfunni og setti þann fyrirvara á frumvarpið að breytingar á heiti og fjölda ráðuneyta færu fyrir alþingi.

Vikan sem fór í að ræða frumvarpið var vel nýtt af stjórnarandstöðunni. Taugaveiklun stjórnarliða sem misstu sig í fyrirfram tapað stríð við forseta Íslands var áberandi. Ríkisstjórnin kemur af þessu þingi löskuð og illa starfhæf.

Löskuð og illa starfhæf ríkisstjórn er snöggtum betri kostur en gerræðisstjórn sem keyrir á fullum dampi.


mbl.is Líkur á þinglokum í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jógrímur gerir kanski minna illt af sér héðan af.  ...Það er vonandi svona heldur að blása lífsandin úr nösunum á honum...

jonasgeir (IP-tala skráð) 17.9.2011 kl. 09:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband