Föstudagur, 16. september 2011
Herför Samfylkingar á hendur Bjarna Ben.
Samfylkingin hefnir sín á Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins fyrir að hafna stjórnarmyndunartilboði í sumar. Málgang Samfylkingarinnar, Eyjan, er algengur vettvangur árása á formanninn.
Í kvöld birtist frétt um Bjarna á Samfylkingar-Eyjunni þar sem rifjað er upp að hann ásamt Illuga Gunnarssyni þingmanni lagði til að Ísland sækti um aðild að Evrópusambandinu skömmu eftir hrunið í október 2008 með grein í Fréttablaðinu í desember.
Líkt og margir ístöðulausir einstaklingar sveifluðust þeir félagar á sveif með töfralausnum um að aðild að Evrópusambandinu væri allra meina bót.
Herför Samfylkingar gegn Bjarna Ben. eftir að hann hryggbraut Össur í sumar sýnir enn og aftur að dómgreind og Samfylking eru andstæðir pólar. Auðvitað ætti Samfylkingin að fagna því að ístöðulaus maður eins og Bjarni Ben. sæti áfram sem formaður Sjálfstæðisflokksins.
Athugasemdir
,,Líkt og margir ístöðulausir einstaklingar.... ¨
Gott að Páll Villhjálmsson kom með samlíkingu við sjálfan sig !
Spurning er, er hann enn að þjóna launagreiðandanum með þessum skrifum ?
Auðvitað segir Páll Vilhjálmsson okkur frá hagsmunum sínum með kvótaeigendum og eigendafélagi bænda ?
Varstu búinn að tala við sálufélaga þinn, sem titlaður er formaður Bændasamtaka Íslands, um hvers vegna hann hafi ekki meiri áhyggjur því að afurðir af jörð hans eru óætar ? Það vegna þess að yfir jörðina er spúið eyturgufum úr álveri og járnblendiverksmiðju ?
Ekki er það ESB sem er að spúa yfir hann viðbjóði ????
JR (IP-tala skráð) 16.9.2011 kl. 21:22
Svo segist Bj. Ben aldrei hafa haft nema eina skoðun á ESB. Á fólk að treysta stjórnmálamönnum sem segja ósatt?
Eiður (IP-tala skráð) 16.9.2011 kl. 22:20
Merkilegt með Samfylkingarliða að þeir gera lítið annað en að skjóta sig í fæturna. Þegar Bjarni tilkynnti um sitt "ískalda hagsmunamat" varðandi Icesave III þá gátu stjórnarliðar með blogglúðrasveit Baugsfylkingarinnar vart haldið vatni af aðdáun yfir honum og þess að hann hafði skipt um skoðun. Það var ósköp eðlilegt að slíkt gerðist í stjórnmálum. Þá var Bjarni að ganga gegn öllum flokkssamþykktum. Í tilfellinu núna virðist hann hafa séð að ESB ljósið er ekkert annað en villuljós og snúið við, og virðist ætla að hlíta flokkssamþyktum hvað ESB varðar. En svo er spurningin hvort "ískalda hagsmunamatið" eigi eftir að leika hann jafn grátt hvað varðar ESB eins og í Icesave III, sem hugsanlega varð hans banabiti í stjórnmálum, nema að hann gangi í Samfylkinguna með kúlulánadrottningunni og öðrum kratarenglum sem þar eru undir fölskum flöggum.. ???
.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 17.9.2011 kl. 01:17
Þessi JR fígúra er alveg á mörkunum.
Fyrir síðustu kosningar fól Samfylkingin hópi ungliða að vakta tiltekna bloggara og skrifa alltaf gegn færslum þeirra. Ég veit um tvær stúlkur sem fengu slíkt "hlutverk".
JR er einmitt þannig. Skrifar endalausar athugasemdir, er með leiðindi og þreytandi endurtekningar sem oft tengjast innihaldi færslunnar ekki neitt.
Kæra JR. Ef þú ert tvítug kratagella með hlutverk, vil ég benda þér á, í fullri vinsemd, að kosningarnar eru búnar. Þú mátt vera eðlileg núna.
Haraldur Hansson, 17.9.2011 kl. 01:23
,, Þegar Bjarni tilkynnti um sitt "ískalda hagsmunamat"
,,Þessi JR fígúra er alveg á mörkunum."
Ef þú hefur einhvern málstað og getur notað málefnan rökstuðning, þá vill einhver nota ,,alverg á mörkunum" ???
Hvers vegna ???
Er aðalmálið að þú þekkir ekkir mig ???
JR (IP-tala skráð) 17.9.2011 kl. 02:28
Það er einkennandi fyrir þetta landráðafólk Samfylkingarinnar, sem það er og ekkert annað, að það þolir ekki dagsins ljós. Felur sig bak við dulnefni. Eg skora á þetta fólk að koma hreint fram, undir fullu nafni og með mynd svo hægt sé að vara sig á því. Hart var tekið á quislingum í sina tíð undir hernámi ESB .. fyrirgefið, Þýskalands á Norvegi.
Björn Emilsson, 17.9.2011 kl. 02:46
Það má kanski benda JR á að auk álvera eru kjarorkuver innan ESB. Og endurvinslustöðvar þessara springa svona af og til eins og í Frakklandi nýlega.
Íslenska álverið í Hafnarfirði hefur auglýst heimsmet í lítilli losun efna út í umhverfið.
Þessi efni eru afskaplega lítið skaðleg nærumhverfi. Í það minsta miðað við það sem verra er. Einmitt innan ESB.
Alveg eins og Evran. Ef (þegar) hún springur verður ekki neitt lítið slys.
...Annars líkt hinum ömurlegasta flokki Íslands samflokknum comrades að dreifa persónulegu níði þegar þykir henta.
jonasgeir (IP-tala skráð) 17.9.2011 kl. 03:25
Islendingar Það verður að taka miklu harðar á málum. Ráðamenn landsins með sína stjórnleysingja innanborðs hafa öll völd á Islandi í dag. Þeir vinna hnitmiðað að gefa Lýðveldið Island með öllum sínum gögnum til lands og sjávar, óþjóðalýð sunnan úr Evrópu, þekkt fyrir sínar starfsaðferðir, gasklefa og annað. Nú halda þeir að ónytur gjaldmiðill þeirra dugi til.
Það er skorað hérmeð á þetta landráðafólk, sem það er og ekkert annað, að segja til nafns.
Björn Emilsson, 17.9.2011 kl. 03:41
Við eigum erindi að Alþingi í byrjun mánaðarins.
Helga Kristjánsdóttir, 17.9.2011 kl. 05:02
Ríkisstjórn Steingríms og Jóhönnu þjónustustúlku hans komst til valda með ofbeldi að Alþingi Islendinga. Það þarf að hrekja þetta lið burt til sinna landráða helundirheima.
Björn Emilsson, 17.9.2011 kl. 05:49
EMIL: >Hart var tekið á quislingum í sina tíð undir hernámi ESB .. fyrirgefið, Þýskalands á Norvegi.<
HARALDUR: >JR er einmitt þannig. Skrifar endalausar athugasemdir, er með leiðindi og þreytandi endurtekningar sem oft tengjast innihaldi færslunnar ekki neitt.<
GUÐMUNDUR: >Þegar Bjarni tilkynnti um sitt "ískalda hagsmunamat" varðandi Icesave III þá gátu stjórnarliðar með blogglúðrasveit Baugsfylkingarinnar vart haldið vatni af aðdáun yfir honum og þess að hann hafði skipt um skoðun.<
JÁ, Jóhanna og co. hljóta að vera með heilan her skrifandi gegn allri gagnrýni um flokkinn og ekki þverfótandi fyrir þeim. Engin svona moldvarpa ver stjórnarandstöðuflokkana. Og svo er þetta orðið að einelti gegn nokkrum bloggurum í Moggablogginu. Vægt sagt óheiðarlegt og í stíl við valdníðslu flokksins. Góður, Emil.
Elle_, 17.9.2011 kl. 15:09
Líka sammála JónasiGeir: >...Annars líkt hinum ömurlegasta flokki Íslands samflokknum comrades að dreifa persónulegu níði þegar þykir henta..<
Elle_, 17.9.2011 kl. 15:21
Björn Emilsson, fyrirgefðu að ég kallaði þig óvart Emil.
Elle_, 17.9.2011 kl. 17:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.