Lengri þingfundir; minna gerræði ríkisstjórnarinnar

Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur er umboðslaus í sínum stærsta máli, ESB-umsókninni; mælist með 26 prósent fylgi meðal þjóðarinnar og hangir á bláþræði eins atkvæðis meirihluta á alþingi. Til viðbótar er ríkisstjórnin í stríði við forseta lýðveldisins sem er atyrtur af götustrákum stjórnarmeirihlutans.

Ríkisstjórn ætti að hafa hægt um sig og vinna mál í breiðri samstöðu þingheims. En það er öðru nær. Tilraun til að eigna sér valdheimildir alþingis eru gerræðisráðherrum Jóhönnu efst í huga með breytingu á stjórnarráðinu.

Þegar ríkisstjórnin hagar sér með þessum hætti er það skylda stjórnarandstöðunnar að leggja sig í líma að koma vitinu fyrir stjórnina - með löngum fundum þar sem mál eru rædd í þaula.

Þingmenn stjórnarandstöðunnar standa vaktina og það er þakkarvert.

 


mbl.is Fundur svo lengi sem þörf er á
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

>Með löngum fundum þar sem mál eru rædd í þaula.<

Já, hvað sem þarf til að koma í veg fyrir og stoppa að nýr Stalín taki hér völd.  Og það er ekki langt í það ef valdið verður ekki tekið af þeim. 

Elle_, 14.9.2011 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband