Miðvikudagur, 14. september 2011
Áfengir Vinstri grænir
Vinstri grænum líður svo illa yfir frammistöðu ráðherra sinna við að fylgja fram stefnummálum flokksins að þeir bjóða áfengi til að gleyma þrennum ógleymanlegum svikum; 16. júlí 2009, Icesave og Magma.
Kassavís af áfengi er ekki nóg, Steingrímur J. og félagar, til að það fenni yfir svik valdahrægamma sem kenna sig við jöfnuð, réttlæti og staðfestu en stunda gerræði og hentistefnu.
Skál.
Bjór fyrir ummæli Steingríms | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvað gerðist 16. júlí 2009?
Guðmundur Ásgeirsson, 14.9.2011 kl. 10:27
Atkvæði greidd á Alþingi um ESB. Niðurstaðan var sú að við sóttum um aðild. Vg sviku þarna sitt stærsta kosningaloforð
Jón Sigurðsson, 14.9.2011 kl. 11:37
Skál fyrir því.
Kassi af Kalda er ekki slæmur.
Sleggjan og Hvellurinn, 14.9.2011 kl. 12:30
Það sem er grafalvarlegt við 16. júlí 2009 er að nýliðar á þingi voru beittir pólitísku ofbeldi til að kjósa gegn sannfæringu sinni. Annars yrði þeim kennt um að fyrsta tæra vinstri stjórnin springi.
Afbökun á lýðræðinu var fyrsta skrefið í áttina til Brussel. Gæfulegt?
Haraldur Hansson, 14.9.2011 kl. 12:51
Ég hnaut miklu meira um þetta hér.... 173. mál 136 lögjafarþings:
"Víkjum þá nánar að helstu röksemdum fyrir þessari tillögu. Í fyrsta lagi er sundurþykkja ríkisstjórnarinnar öllum ljós. Það talar í raun og veru fyrir sig sjálft. Stjórnarliðar, þingmenn og ráðherrar deila opinberlega í þingsölum sem annars staðar. Þingmenn og jafnvel ráðherrar tala um nauðsyn kosninga sem auðvitað er ekkert annað en vantraustsyfirlýsing. Sumir stjórnarliðar tala um að stjórnarsáttmálinn sé úr gildi fallinn, fornleifar held ég að einhver þeirra hafi kallað hann, stjórnarsáttmálann."
Hver mælir svo?
Óskar Guðmundsson, 14.9.2011 kl. 17:56
meira af því sama...
"Góðir áheyrendur. Þetta er örugglega Íslandsmet ef ekki heimsmet í óábyrgum málflutningi og óábyrgri framgöngu stjórnmálaflokks. Eins og áður sagði nýtur ríkisstjórnin ekki trausts frekar en Seðlabankinn, Fjármálaeftirlitið, bankarnir og margir fleiri. Innan við þriðjungur þjóðarinnar treystir ríkisstjórn sem lagði upp með tveggja þriðju hluta fylgi og stuðning í samræmi við það. Kosningar eru því óumflýjanlegar til að endurheimta traust."
Óskar Guðmundsson, 14.9.2011 kl. 17:57
Bjórmaðurinn er ekki svaraverður og líklega þessvegna hefur enginn svarað honum. Man hann ekki hvað Steingrímur sagði á blaðamannafundi um forsetann eftir synjun ICESAVE2, etc, etc?
Elle_, 14.9.2011 kl. 19:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.