Miðvikudagur, 14. september 2011
Össur: engin samingsmarkmið og afneitun aðlögunarkröfu
Finnskur samningarmaður sem tók þátt í viðræðum Finna og Evrópusambandsins fyrir fimmtán árum segir það sem er ópinbert leyndarmál á Íslandi: viðræður við Evrópusambandið snúast um aðlögun umróknarríkis að reglum sambandsins. Össur utanríkis neitar þráfaldlega tilvist aðlögunarkröfu sambandsins jafnvel þótt hún liggi skrifleg fyrir. Í málgagni aðildarsinna er þetta orðað svona
Kuosmanen segir að frá ESB séð snúist aðildarviðræðurnar um það hvernig viðræðuþjóðin geti lagað sig að reglum sambandsins.
Kuosmanen segir jafnframt að umsóknarríki sé nauðsyn að hafa skýr samningsmarkmið. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hefur engin samningsmarkmið önnur en þau að ganga í Evrópusambandið.
Einmitt þess vegna er Össur óhæfur til að fara með utanríkismál þjóðarinnar.
Athugasemdir
Það er eitt mesta hneykslið við þessa ESB umsókn og þessar aðildarviðræður sem nú hafa staðið í heil 2 ár, að enn hafa stjórnvöld ekki sett sér nein skýr samningsmarkmið.
Það er rétt sem þú segir hér Páll að það gerir Össur viljandi til þess að geta snúið þessu öllu eins og hann vill.
Allt er þetta síðan gert í leynd og pukri, þar sem allt átti að vera uppi á borðum og þjóðin átti að fá að fylgjast með ferlinu stig af stigi. Allt hefur það verið svikið gjörsamlega.
Því að eina takmark þeirra er bara eitt og það er að koma landi og þjóð undir Brussel valdið, sama hvað !
Það þarf að stöðva þessa vitleysu sem allra fyrst og koma þessu landsöluhyski frá völdum, áður en enn meiri skaði verður að fyrir land og þjóð.
Gunnlaugur I., 14.9.2011 kl. 07:06
Þessi ummæli voru athyglisverðust: "Við fengum að nýta okkur ákveðin verkfæri í sameiginlegu landbúnaðarstefnunni af meiri krafti en önnur ríki. Síðan gaf ESB Finnlandi leyfi til að styrkja innlendan landbúnað beint á máta sem önnur ríki máttu ekki."
Fyrst Finnar fengu svona díl, þá hljótum við að geta samið um hann líka.
Badu (IP-tala skráð) 14.9.2011 kl. 16:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.