Stjórnarandstaðan kemur vitinu fyrir Jóhönnustjórn

Ríkisstjórn Jóhönnu Sig. nýtur aðeins stuðnings 26 prósent kjósenda; hefur tvisvar verið hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu og með eins atkvæðis meirihluta á alþingi. Af því leiðir ætti stjórnin að haga sér sem starfsstjórn og leita sátta um mál.

Á meðan ríkisstjórnin leitar ekki sátta við stjórnarandstöðuna um stór mál og smá er hún í afneitun um stöðu sína gagnvart þjóðinni.

Stjórnarandstaðan gerir vel að minna ríkisstjórnina á skyldur sinar.


mbl.is Ekkert samkomulag um þinglok
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Algerlega sammála.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 13.9.2011 kl. 21:32

2 identicon

Páll, ertu veruleikafyrrtur með öllu? Stjónarandstaðan vill enga samvinnu, þeir vilja völdin. “Þeir eyðileggja alla umræðu, þeir stjórnast af heift þeirra sem telja sig eina mega, enda reknir áfram af hagsmunaöflum hinna ríku og völdugu í þjóðfélaginum” eins og Björgvin Valur orðaði það í dag. Páll, farðu úr þessu hlutverki að vera nytsamur sakleysingi þeirra sem peningana eiga og er líklega skítsama um þig og þína. Þú ert of vel gefin fyrir slíka rullu.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 13.9.2011 kl. 22:04

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Það hefur ekkert breyst á þingi því ætti að leifa þessum aðilum sem þarna eru inni að ræða okkar framtíð þegar sýnt er að með sama áframhaldi verður hún engin!

Sigurður Haraldsson, 13.9.2011 kl. 22:17

4 Smámynd: Jón Óskarsson

@Haukur:  Það hefur verið siður Jóhönnu sem forsætisráðherra að vera að koma með hvert málið á fætur öðru sem ekkert liggur á að taka fyrir og setja það fram fyrir önnur brýn mál.  Þannig er með þetta frumvarp um Stjórnarráð Íslands, sem er afar vanhugsað mál og að auki mjög í átt til "einræðis".   Það er margt þarfara sem ræða þarf og afgreiða.  Og að auki mörg mál sem eru ekki einu sinni á dagskrá svo sem að framlengja nokkrar frestdagsetningar til að koma í veg fyrir gjaldþrot heimila og rekstraraðila (bæði fyrirtækja og einstaklinga).

Jón Óskarsson, 13.9.2011 kl. 22:37

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

             Þessi stjórn ætti fyrir löngu að vera farin frá,enda vinnur hún eins og leppstjórn esb.

Helga Kristjánsdóttir, 14.9.2011 kl. 00:54

6 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Nú 1 ókt þá skulum við koma henni endanlega frá!

Sigurður Haraldsson, 14.9.2011 kl. 07:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband