Þriðjudagur, 13. september 2011
Vinstrimenn vilja einkavæðingu skóla
Jón Gnarr borgarstjóri situr í skjóli Samfylkingar og boðar einkavæðingu skóla sökum þess að honum leið þar illa. Margrét Pála kennslufrömuður tekur undir sjónarmið Jóns Gnarr og ræðir afnám skólaskyldu og innleiðingu kennsluskyldu.
Borgarstjóri er æðsti yfirmaður skólamála í höfuðborg Íslands og gefur tóninn um skólastarf. Samfylkingin styður borgarstjóra í einkavæðingarstefnunni og ber þar af leiðandi pólitíska ábyrgð á málinu.
Afnám skólaskyldu er vitanlega fyrsta skrefið í uppskiptingu æskunnar; þeir sem njóta skólagöngu og fíflin sem ætla að feta í fótspor Jóns Gnarr.
Athugasemdir
Ég get ekki farið að skipta um eldgamla skoðun mína, þótt Jón Gnarr segist vera henni sammála, ef hann skilur yfirleitt inntak málsins. Opinberir skólar henta ekki öllum, og víða um lönd eru þeir misnotaðir, til að troða einhverri ideológíu eða pólitík inn í blessaða sakleysingjana eða halda frá þeim kristindómi og öðru nytsamlegu. Þótt áfram yrði skylt að uppfræða börn, ættu foreldrar reyndar að hafa talsvert svigrúm varðandi inntak námsins, því að börn hafa ólíka hæfileika. Einn á til dæmis auðvelt með að smíða og annar að leika á hljóðfæri. Þá er sanngjarnt að gefa færi á auknu vægi þess náms. Að endingu: Mér gekk ekkert illa í mínum opinberu skólum, sem segir mér, að það hefði mátt troða enn meiru inn í höfuðið á mér með betri námstilhögun.
Sigurður (IP-tala skráð) 13.9.2011 kl. 21:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.