Þriðjudagur, 13. september 2011
Arnarson & Hjörvar; pólitík og peningar
Ásamt fóstbróður sínum, Hrannari Arnarssyni, stóð Helgi Hjörvar í fyrirtækjarekstri á síðustu öld. Reksturinn batt endi á pólitískan feril Hrannars, og er hann núna aðstoðarmaður forsætisráðherra. Eins og sumir aðrir sem átt hafa erfitt í umgengni við krónuna eru þeir Helgi og Hjörvar sannfærðir um að evran sé til muna heppilegri gjaldmiðill.
Þeir fóstbræður eru á launaskrá almennings og skoðanir þeirra á gjaldmiðlaumræðunni ekki þeirra einkamál.
Helgi, sem formaður efnahags- og skattanefndar, gæti kannski útskýrt hvernig í veröldinni það getur komið Íslendingum vel að ganga inn í 17 ríkja bandalag evru-ríkja, þar sem eitt ríki er örugglega gjaldþrota; tvö önnur í langtímagjörgæslu og þrjú til viðbótar að sligast undan skuldum.
Hafiði ekkert lært, Arnarson & Hjörvar?
Evran sterkari en krónan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Létu þessir kónar ekki innheimta á saklaust fólk með lögfræðingum skuldakröfur sem þeir höfðu keypt en fólkið hafði aldrei undirgengist en þeir bara reyndu að kúga út? Áskriftir á Þjóðlíf var það ekki? Voru þeir ekki lengi á eftir álitnir af mörgum fórnarlömbunum vera hreinræktaðir bandíttar og handrukkarar?
Halldór Jónsson, 13.9.2011 kl. 16:28
Það var ekkert álitamál Halldór.
Verkin þeirra tala.
Þessir "kónar" eru ekki gleymdir þeirra verður minnst þegar að kosningum kemur. Samfó fær þvílíkt afhroð, að lengi verður í minnum haft. Þetta les ég úr görnunum í sláturtíðinni.
Hverjum svo sem verður slátrað....
Jóhanna (IP-tala skráð) 13.9.2011 kl. 21:53
Það má ekki gleyma að þetta er tímasbundið vandmál sem rúmlega 500.000.000 manna samband leysir í rólegheitum með skynsemi.( Sem ekki fynst á Íslandi).
Þessi króna sem talað er um , hvað er það? Ég hef ekki séð neinn banka hér erlendis auglýsa "þetta" fyrirbryggði sem "gjaldmiðil". Í hvaða Álfabyggð búa Íslendingar?
Mér skylst að það hafi aldrei verið meiri svartir peningar í umferð á Íslandi frá söguöld. Milljarðir rúlla og engir skattapeningar. Afhverju haldið þið að Hrannar sé aðstoðarmaður forsætisráðherra? Að sjálfsögðu eru þær hörku vinkonur, mamma hanns og Jóhanna. "Spilling og siðleysi ismæ middelneim". Íslenska krónan er ÓNÝT og EVRAN gæti bjargað þjóðinni,hinum almenna borgara, en ekki fjárglæfra-psykopötum , sem vaða uppi í þessu samfélagi eins og varúlfar. OG ENGIN GERIR NEITT! Ég hef legið undir feldi og reynt að fynna heilbryggðann Íslending, sem gæti kannski orðið forsætisráðherra á Íslandi eftir næstu kosningr 1913.
Því miður er hann ekki til. Ég mæli með útlending.
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 13.9.2011 kl. 23:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.