Samfylking vill innflutta evru-kreppu

Í Evrópusambandinu ríkir tvöföld kreppa skulda og stjórnmála. Í skjóli lágra vaxta myndaði Suður-Evrópa himinhátt skuldafjall sem er að sliga efnahagskerfin við Miðjarðarhaf. Evrópusambandið getur ekki millifært tugmilljarða evra á ári til Grikklands, Portúgal, Spánar og Ítalíu vegna þess að Norður-Evrópuríkin Þýskaland, Holland, Austurríki og Finnland vilja ekki niðurgreiða lífstíl Suður-Evrópumanna.

Tvöföld kreppa Evrópu verður ekki leyst í bráð. Evrópusambandið mun taka stakkaskiptum og ef til vill klofna.

Samfylkingin vill flytja evru-kreppuna til Íslands til að breiða yfir skipbrot ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur.

 


mbl.is Krugman: Evrukreppa yfirvofandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bíddu er engin kreppa hér Páll? Eru hér ekki gjaldeyrishöft til að halda lífi í Krónunni? Þú ferð ekki langt með svona málflutning. Bendi þér á að krónan hefur rýrnað um 2200% frá því um 1920 miðað við Dönsku krónuna. Held að þú hljótir að sjá að þjóir sem hafa evru eru margar af fjárhagslega sterkustu þjóða í heimi og hafa lýst því yfir að evrunni verði bjargað og ef þær geta það ekki þá hrynur væntanlega hagkerfi heimsins.

Magnús Helgi Björgvinsson, 12.9.2011 kl. 11:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband