Endatafl evru-samstarfsins er hafið

Óreiðuríki evrulands í suðri; Portúgal, Grikkland, Spánn og ítalía eru komin á svartan lista þýsks almennings. Og stjórnmálamenn geta ekki látið eins og þeim komi ekki við hvað almenningi finnst. Þjóðverjum finnst ekkert rétlæta stórfellda þýska niðurgreiðslu á lífsstíl rómanskra nágranna sinna.

Böndin sem héldu Evrópusambandinu saman eftir stríð og í kalda stríðinu eru óðum að bresta. Þjóðverjar gerðu þau kaup fyrir 20 árum að fá velvilja Frakka til að sameina þýsku ríkin gegn því að gefa eftir þýska markið sem hafði verið kjölfestan í vestur-þýska efnahagsundrinu eftir stríð.

Evran var pólitískt verkfæri til að auka samrunaþróun Evrópusambandsins. Gjaldmiðill þjónar illa öðru hlutverki en að vera ávísun á handföst verðmæti og pólitískar hugsjónir eru ekki mældar í krónun og aurum eða evrum og sentum.

Afsögn Jürgen Stark aðalhagfræðings Seðalbanka Evrópu á föstudag hafði áhrif á hlutabréfaverð beggja vegna Atlantsála. Stark er þýskur stöðugleiki holdi klæddur, segir Ambrose Evans Pritchard hjá Telegraph og fær staðfestingu á því mati hjá Reuters. Brotthvarf Stark felur í sér að þýska fjármálaelítan hefur gefist upp á Seðlabanka Evrópu.

Þjóðverjar eru með þrjár til fjórar útgáfur af endalokum evrunnar og munu fínpússa þær áætlanir á næstu vikum og mánuðum. Fyrsta áætlun, að halda áfram evru-samstarfi og auka miðstýringuna á evrulandi 17 ríkja, er þegar orðin úrelt. 

Endatafl evrunnar er hafið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Þá þurfum við sem og önnur ríki að búa okkur undir mjög alvarlega tíma.  Bendi þér á að við eigum hér umtalverða gjaldeyrissjóði sem saman standa af evrum og dollurum. Og ef hætta ætti með evruna yrðu hér gríðarlegar lækkanir á evrum og þar með eignum Seðlabankans.

Annars grínlaust þá er nú ekki í lagi að greindur maður eins og Páll láti svona. Evran verður aldrei látin víkja. Það gæti huganlega verið að stærstu þjóðirnar myndu  reyna að bola Grikklandi og hugsanlega 1 eða 2 öðrum  í burt en lönd eins og Þýskaland, Frakkland og fleiri myndu aldrei leggja í þann kostnað sem fylgdi því að skipta um mynt aftur. Þýskaland á jú gríðalegar upphæðir í útstandandi lánum í evrum um alla Evrópu sem yrðu þá að nær engu.

Magnús Helgi Björgvinsson, 11.9.2011 kl. 20:33

2 identicon

Af hverju myndu þjóðir innan ESB ekki leggja út í þann kostnað að leggja evrunni? Það er raunverulegur möguleiki. Hver ESB þjóðin á fætur annarri sem er að greiða meira inn í klúbbinn en þau fá til baka eru að reikna sig út úr þessu fram og til baka. Hvað kostar að halda í evruna vs. að leggja henni og taka upp nýjan gjaldmiðil. Af hverju eru þjóðirnar að gera þetta, bara nokkrum árum eftir að Evran var tekin upp?

Af hverju heldur Magnús Helgi að skuldir í evrum yrðu að engu? Ekki urðu skuldir okkar í evrum að neinu? Þær hækkuðu bara. Það er í besta falli barnalegt að tala svona.

joi (IP-tala skráð) 11.9.2011 kl. 22:08

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

     Ég rétt kann peninga-mannganginn, en kem þó auga á að Evrusamstarfið er svo gott sem mát!!

Helga Kristjánsdóttir, 11.9.2011 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband