Sunnudagur, 11. september 2011
Völd forseta og valdleysi ríkisstjórnar
Pólitísk völd eru aðeins að hluta formleg og skráð sem slík í stjórnarskrá og lög. Pólitísk völd í lýðræðisríki eru að stórum hluta spurning um samhljóm valdhafa og almennings. Eftir Icesave-málið er forseti Íslands í góðum samhljómi við þjóðina. Ríkisstjórnin, aftur á móti, er gangandi ruslahrúga; hvorki með innri samstöðu né í samhljómi við þjóðina.
Við þessar kringumstæður er margfalt meira að marka forseta Íslands heldur en nokkuð það sem kemur úr ranni ríkisstjórnarinnar.
Ólafur Ragnar fær völd í samræmi við tiltrú. Að sama skapi renna völdin úr greipum ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórnina skortir lögmæti þar sem hún þykir vinna gegn hagmunum almennings og alls ekki í samræmi við umboðið frá vorinu 2009 þegar síðast var kosið til þings.
Athugasemdir
Nokkuð viss um að skoðanakönnunin um fylgi við forsetan er kratalygi í hefnarskyni við ummælin þeir hika ekki við að ljúga upp skoðanakönnunum rétt eins og gert var í icesave tek mátulega mikið mark á skoðunarkönnunum úr þessari áttini
Örn Ægir (IP-tala skráð) 11.9.2011 kl. 11:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.