Grískt gjaldþrot með eða án evru

Þýska tímaritið Der Spiegel boðar ítarlega umfjöllun á morgun um áætlanir Þjóðverja vegna fyrirsjáanlegs gjaldþrots Grikklands. Meginspurningin er hvort Grikkjum verði leyft að vera innan evru-samstarfsins eftir gjaldþrot eða að gríska stjórnin verði þvinguð til að taka upp drökmu.

Líkur eru að Þjóðverjar meti það of áhættusamt að halda Grikkjum innan evru-samstarfsins eftir gjaldþrot. Þar með væri komið fordæmi fyrir aðrar evru-þjóðir að láta skuldirnar falla á þýska banka og fá áfram niðurgreidd lán á evru-svæðinu.

Með drökmu yrði Grikkjum mögulegt að ná botni og spyrna sig upp þaðan. Meinið er að það gæti verið djúpt í botninn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Mér finnst merkilegt hve ráðamenn í Evrópu hafa verið lengi að átta sig á því að vandi margra þjóða innan ESB er vegna evrunnar. Sá sauðsháttur hefur tafið verulega fyrir viðreisn og haldið mörgum atvinnulausum óþarflega lengi. Á þetta allt saman var bent þegar evran var tekin upp en hyskið sem stjórnaði hlustaði ekki. Afleiðingarnar eru nú öllum ljósar nema mannvitsbrekkunum sem stjórna hér og í ESB.

Helgi (IP-tala skráð) 11.9.2011 kl. 08:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband