Jóhanna er framtíðarleiðtogi Samfylkingar

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra er 69 ára gamall framtíðarleiðtogi Samfylkingarinnar. Jóhanna ætlar að koma Íslandi í Evrópusambandið, gera Aftureldingu að Íslandsmeisturum í efstu deild karla í knattspyrnu og Jón Gnarr að alvöru stjórnmálamanni.

Mikið á Samfylkingin gott að búa að slíku mannvali.


mbl.is Gefur kost á sér til endurkjörs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólbjörg

Auðvitað veit Jóhanna að hún er góður framtíðarleiðtogi fyrir stefnu Samfylkingarinnar sem er: "Engin framtíð - sjálfseyðing í ESB".

Jóhanna er búin að sanna að hún frábær í niðurrifi á öllu sem virkar vel, útúrsnúningum, innantómu orðagláfri, svikum og aðgerðarleysi, hún er flaggskip og stolt Samfylkingarinnar.

Sólbjörg, 9.9.2011 kl. 19:25

2 identicon

Það var níðingsverk af verstu gerð, af norrænu velferðarstjórninni,að gefa erlendum vogunarsjóðum, ótakmarkað skotleyfi á atvinnulaus íslensk heimili, og fjárvana fyrirtæki, vegna ólöglegra gengisbundinna lána,og vegna stökkbreytra ólöglegra reiknaðra verðtryggðra lána.

Ef eðlilega hefði verið staðið að hlutunum, með því að taka vísitöluna úr sambandi strax við hrunið, væri atvinnulífið komið á fulla ferð í dag.

Jón Sig. (IP-tala skráð) 9.9.2011 kl. 20:42

3 identicon

Ef það þjónar þeim er borgar Páli Vilhjálmssyni laun þá er bara gera það !

Hvernig væri að Páll Vilhjálmsson skrifaði einhverntíman satt orð um fólk ???

Ekkert jákvætt , nei búa þá bara til fyrir þá sem borga Páli Vilhjálmssyni launin !!!!

Páll Vilhjálmsson hvernig væri að þú segðir fólki frá þínum hagsmunum með kvótaeigendum og eigenda félagi bænda ???

Síðan mætti PállVilhjálmsson spyrja vin sinn , sem tirlaður er formaður bændasamtaka Íslands,  hvort hann hafi ekki áhyggjur af því að afurðir frá búi hans séu óætar og ekki mönnum bjóðandi vegna mengunar frá iðnaðarstarfsemi í nágernni jarðar hans ????

Alir sem hafa vit og glóru vita að Hvalfjörðurinn er orðin ein ruslakista bæði hvað varðar landgæði og sjóinn !!!!!!!!!

JR (IP-tala skráð) 9.9.2011 kl. 21:30

4 identicon

Tek undir með JR.  Síðuhöfundur titlar sig sem blaðamann en ekki veit ég hvar hann stundar þá blaðamensku.  Allavega ekki á þessari síðu.

Brynjar (IP-tala skráð) 9.9.2011 kl. 22:32

5 Smámynd: Sólbjörg

Naumast sumum er orðið uppsigað við íslenskan landbúnað nú í seinni tíð.

Matvælin okkar hafa sem hafa þótt afbragð og eftirsótt af meistarakokkum í evrópu og víðar fyrir bragðgæði og hreinleika eins og lambakjöt og íslenskir ostar sem hafa raðað inn verðlaunum t.d. í danmörku eru skyndilega orðin ósvinna hin mesta eftir að ESB yfirlýsir að landbúnaðarstefna okkar og tollar samrýmist ekki aðlögun eða innlimun okkar í ESB?

Skilst að danskir bændur séu deyjandi stétt sem fari umvörpum í gjaldþrot, ætli það sé vegna góðrar aðlögunnar?

Sólbjörg, 9.9.2011 kl. 23:21

6 identicon

,,Naumast sumum er orðið uppsigað við íslenskan landbúnað nú í seinni tíð."

Veit ekkert um þig , en spurðu  fólkið sem býr í Hvalfirði og líka formann Bændasamtaka Íslands um afurðirnar ???

Formaðurinn er á fullu að andmæla ESB, á meðan spúað er eiturefnum yfir hans jaörð !!!!!!!!!!!!

JR (IP-tala skráð) 10.9.2011 kl. 02:39

7 identicon

Ekki er ESB að spúa eitri yfir akra formanns bændasamsaka Íslands  ?????

Skoðið þið hvað er að gerast í Halfirði ?

Ég er bara áhugamaður og veit miklumeira um allt þetta mál en þið !

JR (IP-tala skráð) 10.9.2011 kl. 02:49

8 Smámynd: Sólbjörg

JR alltaf vert að skoða það sem betur má fara og þarfnast lagfæringar. Veit bara að áhugi er hjá mörgum um að Ísland geti náð því að vera land sem uppfyllir landbúnaðarkröfur til fá vottun fyrir lífrænt ræktaðar afurðir - þeim fjölgar hratt sem vilja ómengaða fæðu og hreina jörð.

Gleðst að þú ert í hópi þeirra sem vilja styrkja islenskan landbúnað og hlúa að okkar sérstöðu.

Það fyrsta sem ég giska á er að þú sért að tala um mengun frá svínabúum, ef svo er, þarf eitthvað að óttast að segja það beint út og ræða úrbætur á þeim sviðum.

Sólbjörg, 10.9.2011 kl. 08:26

9 identicon

Íslenzkar landbúnaðarvörur eru oftast betri en erlendar - bragðmeiri og fyllri, og það gildir meira að segja um vörur eins og agúrkur, sem eru annars 90% vatn.

Samt sem áður þarf íslenzkur landbúnaður að geta rekið sig sjálfan. Búvörusamningur Steingríms J. var glappaskot.

Ef bú eru of smá, þá þarf að íhuga starfskipti. Þetta er spurning um framboð og eftirspurn. Eftirspurnin er hér. Íslendingum finnast eigin afurðir oftast betri en sambærileg verksmiðjuframleiðsla að utan.

Ef bændum verða gefin tækifæri til að sameina jarðir í sjálfbærar einingar, er ekkert að óttast um landbúnaðinn.

Óttar Ísberg (IP-tala skráð) 10.9.2011 kl. 18:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband