Þýskur flótti frá Seðlabanka Evrópu

Jürgen Stark yfirhagfræðingur Seðlabanka Evrópu er hættur störfum af ,,persónulegum" ástæðum. Stark er gangrýninn á stuðning bankans við óreiðuríki í suðri. Hann er annar Þjóðverjinn sem á skömmu tíma snýr baki við þeirri stofnun sem á að halda evrunni á floti. Axel Weber, sem átti að verða eftirmaður Frakkans Trichet sem yfirmaður Seðalbankans, hafnaði embættinu fyrr á árinu.

Mario Draghi tekur við Seðlabankanum af Trichet í haust. Þótt Draghi sé vænn maður er hann Ítali og sem slíkur ekki trúverðugur að halda þýskum aga á fjármálum evrulands.

Evran er að liðast í sundur.


mbl.is Mikil lækkun á hlutabréfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband