Föstudagur, 9. september 2011
Óreiðuríkjum flaggað í hálfa stöng
Eini þýski félaginn í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, Günther Oettinger, er kominn með brilljant lausn á evru-kreppunni. Í viðtali við víðlesnasta dagblað Þýskalands, og þar með Evrópu, leggur Oettinger til að fánar óreiðuríkja sé settir í hálfa stöng á viðurkenndum fánastöðum Evrópusambandsins.
Oettinger, sem fer með orkumál í Evrópusambandinu og ráð undir rifi hverju þar, telur að táknræn niðurlæging aðildarríkja sé lausn á evru-kreppunni.
Maður skilur æ betur hvers vegna samfylkingarfólk vill endilega inn í ESB - sauðahúsið þar er svo heimilislegt.
Athugasemdir
Með þessari frétt birtist mynd af húsi ESB í Strassborg. Þar eru allir fánarinnir í hálfa stöng. Sem er viðeigandi.
Haraldur Hansson, 9.9.2011 kl. 12:58
Kallinn er grínisiti: Þetta skrifar Berthold Kohler í faz.net:
http://www.faz.net/artikel/C30089/oettingers-forderungen-auf-halbmast-30683605.html
Svo er hann auðvitað frægur fyrir ensku kunnátuna sína:
http://youtu.be/-RrEQ8Ovw-Q
Hann er frægur, kallinn, í þýskalandi.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 9.9.2011 kl. 13:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.