Föstudagur, 9. september 2011
Magma Steingríms J.: aulaháttur eða sviksemi
Formaður Vinstri grænna og fjármálaráðherra og guðfaðir ESB-umsóknar Össurar er Steingrímur J. Sigfússon frá Þistilfirði. Þegar leikflétta íslenskra útrásarafganga og kanadísks raðfjárfestis um HS-Orku varð opinber kvaðst Steingrímur J. ætla að ganga í málið.
Steingrímur J. heldur tveim sögum á lofti um sína aðkomu að málinu. Annars vegar að hann hafi verið auli, talið sig hafa Ross Beaty fyrir því að eignarhlutur Magma í HS-Orku yrði ekki yfir 50 prósent, og hins vegar að hann hafi verið enn meiri auli og talið að Magma myndi stuðla að fjölbreytni í atvinnulífi en ekki leita að stórkaupanda orku í formi álvers.
Líklegasta skýringin er sú sem á jafnt við um Evrópumál og Magma: Steingrímur J. er svikull fjósamaður sem stelur þjóðarnytinni í bandalagi við þau öfl er hann þykist í orði kveðnu vinna gegn.
![]() |
Reyndi ekki að hafa áhrif á sölusamninga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er einmitt málið hann SAGÐIST bara vera saklaus án þess að styðja það á einn eða neinn hátt. Og við skulum ekki gleyma því að FRÉTTIN studdist við GÖGN ÚR FJÁRMÁLARÁÐUNEYTINU, er kannski ekkert að marka gögn þaðan?????? Við vitum að það er ekkert að marka Gunnarsstaða-Móra en ég held að enn megi treysta gögnum frá ráðuneytunum................
Jóhann Elíasson, 9.9.2011 kl. 10:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.