Fimmtudagur, 8. september 2011
Umsóknin er ekki-pólitík
Samfylkingarmaðurinn, sem áður var í framsóknardulargervi, Guðmundur Steingrímsson, kemst hnyttilega að orði í pistli á leiðarasíðu Fréttblaðsins.
Hópur sem kennir sig við skynsemi birtir nú áskoranir um að draga umsókn að Evrópusambandinu til baka. Fróðlegt væri að heyra hvaða framtíðarsýn hópurinn hefur fyrir íslenskt samfélag að öðru leyti.
Með óbeinum hætti viðurkennir Guðmundur að umsókn um aðild að Evrópusambandinu kemur í staðinn fyrir sjálfstæða pólitíska hugsun. Aðild að Evrópusambandinu felur í sér að aðrir hugsa fyrir mann. Evrópusambandið sér um byggðamál, atvinnumál, innflytjendamál, orkumál og svo má áfram telja.
Hængurinn er sá að þegar Evrópusambandið gerir mistök verða afleiðingarnar skelfilegar, samanber gjaldmiðlasamstarfið um evruna.
Hér heima eigum við að vera skynsöm og hjálpa Guðmundi og öðru samfylkingarfólki að komast til þroska með því að fá þau til að hugsa sjálfstætt. Skrifum undir skynsemi.is
Athugasemdir
Hvaða framtíðarsýn hefur hann fyrir ESB?
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 8.9.2011 kl. 10:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.