Miðvikudagur, 7. september 2011
Hanna Birna frambjóðandi Samfylkingar
Framboð Samfylkingarinnar til formennsku í Sjálfstæðisflokknum er Hanna Birna Kristjánsdóttir fyrrverandi borgarstjóri. Spunadeild Samfylkingar á góða aðkomu að Stöð 2 sem kynnti hugsanlegt framboð Hönnu Birnu í kvöld og samstundis var Samfylkingar-Eyjan komin með eltifrétt.
Samfylkingin hótaði Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins öllu illu þegar hann afþakkaði boð Össurar um nýja ríkisstjórn.
Með því að tefla fram Hönnu Birnu í formennskuframboð er Samfylkingin að efna til óvinafagnaðar í herbúðum Sjálfstæðisflokksins.
Athugasemdir
Ekki óskynsamleg ályktun, en ég verð nú að viðurkenna að ég hef aldrei litið á frú Hönnu Birnu sem tengda samfylkingarstrumpum.
Kanski hann sé ekki alveg með hlutina á hreinu, en líst sérlega vel a að sleppa við BjaBen og fá Hönnu í staðin.
Kveðja
jonasgeir (IP-tala skráð) 7.9.2011 kl. 21:06
Tek undir með síðasta ræðumanni,jg, því ég hef aldrei fyrr heyrt Hönnu Birnu bendlaða við SF. Hina konuna hins vegar, fyrrverandi varaformann XD.
Þetta máttu útskýra nánar, Páll.
Kolbrún Hilmars, 7.9.2011 kl. 21:27
Páll Vilhjálmsson segir bara það sem hentar honum þegar hann þarf að þjóna yfirmönnum sínum og þeim sem borga honum laun.
Það hentar honum núna að skíta út einhverja konu !
Það er með ,,Pál Baugsmiðil " að hann fær eitthvað á heilan hvort það er ,,ESB Páll" eða ,,Ástar samfylkingar Páll" .
Bara að það hentar Páli Vilhjálmssyni !
Hann segir aldrei neitt jákvætt um nokkurn mann !
JR (IP-tala skráð) 7.9.2011 kl. 22:14
Jú, Kolbrún og jónásgeir, ég er ekki að segja að Hanna Birna hafi gert sig að frambjóðenda Samfylkingarinnar heldur að Samfylkingin sé að koma henni á framfæri.
Ég hef sjálfur ekki tekið afstöðu til framboðs Hönnu Birnu, en ég auglýsti eftir henni í sumar í tvíeykisframboð með Birni Bjarnasyni sem formannskandídat.
Hanna Birna hlýtur að vera metin á vogarskálum hinna stærri mála þjóðfélagsumræðunnar. Og þar sem hún hefur einbeitt sér að borgarmálum liggur ekki mikið eftir hana af yfirlýsingum um landsmálin.
Páll Vilhjálmsson, 7.9.2011 kl. 22:38
Takk fyrir svarið, Páll. Fyrir 2-3 árum var einmitt Hanna Birna spurð, af gefnu tilefni, hvort hún vildi gefa kost á sér í landsmálin og þá svaraði hún því til að borgarmálin væru henni hugstæðari. Eðlilega hefur hún því ekki tjáð sig mikið um landsmálapólitíkina.
En að sjálfsögðu á Hanna Birna fullt erindi í forystu XD og landsmálin.
Kolbrún Hilmars, 8.9.2011 kl. 00:01
Þetta getur vel verið rétt hjá þér. Hanna hefur verið undarlega mikið í fréttunum undanfarið og spurningin er sú hvort hún sé talin ógn við samfó í reykjavíkurpólitíkinni eða einfaldlega bara sá góði pólitíkus sem hún er.
Samfylkingin myndi að minnsta kosti hagnast af því að losna við hana og mögulega ná að halda í borgina án hennar.
Óskar Gísli (IP-tala skráð) 10.9.2011 kl. 19:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.