Þriðjudagur, 6. september 2011
Skynsemi að leggja umsóknina til hliðar
Þjóðir sækja um aðild að Evrópusambandinu með það yfirlýsta markmið að ganga í sambandið. Engri þjóð hefur komið til hugar að sækja um aðild til að ,,kíkja í pakkann" fyrr en Samfylkingin gerði þau hrossakaup við Vinstrihreyfinguna grænt framboð vorið 2009.
Samfylkingin er eini stjórnmálaflokkur landsins með aðild á dagskrá. Úti í þjóðfélaginu leggjast engir samfélagskraftar á árarnar með Samfylkingunni.
Til viðbótar við fylgisskort hér innanlands glímir sá hluti ríkisstjórnarinnar sem Samfylkingin ræður yfir við þann vanda að Evrópusambandið rataði í djúpa kreppu rétt eftir að umsóknin var send frá Reykjavík til Brussel. Engar líkur eru á því að Evrópusambandið nái áttum næstu tvö til fjögur árin. Á meðan framtíðarhorfur sambandsins eru óljósar er fullkomlega óhugsandi að ganga til liðs við ESB.
Skynsemin segir okkur að skrifa undir áskorun til alþingis um að leggja til hliðar aðildarumsóknina.
Skrifum öll undir skynsemi.is
Undirskriftir gegn aðildarviðræðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.