Össur segir ósatt um aðlögun

Evrópusambandið býður aðeins eina leið inn í sambandið og það er leið aðlögunar. Í bréfi frá pólsku formennskunni til Íslands segir að Ísland sé ekki nægilega undirbúið til áframhaldandi viðræðna um landbúnaðarkafla samningsins. Orðalagið er ótvírætt: ,,Iceland cannot be considered sufficiently prepared for negotiations."

Evrópusambandið vill að Ísland geri áætlun um breytingar á landbúnaðarkerfinu sem hrint verði í framkvæmd jafnhliða viðræðum. Þessi krafa um aðlögun er ástæða þess að Evrópusambandið ætlar ekki að ræða við Ísland um landbúnaðarmál fyrr en bætt hefur verið úr.

Össur leggur ofurkapp á að losna við Jón Bjarnason úr ráðherrastól til að geta hrint í framkvæmd aðlögunarkröfu Evrópusambandsins.

Þegar Össur segir á alþingi að Evrópusambandið hafi fallist á samningaviðræður við Ísland án þess að gera kröfu um aðlögun þá eru það ósannindi. Það liggur fyrir skjalfest bréf um ósannindi Össurar.


mbl.is ESB hefur fallist á samningaleið Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Ég held Páll að Íslendingar hafi aldrei áður átt eins svikulann og ómerkilegan Utanríkráðherra eins og Össur Skarphéðinsson er.

Hann hikar ekki við að segja það sem honum henntar hverju sinni eins og þegar hann rómaði Icesave samningana út í eitt og þegar til kom þá varð hann að viðurkenna það að hann hafði nú ekki einu sinni lesið þá....

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 6.9.2011 kl. 13:12

2 Smámynd: Tryggvi Thayer

Nú ert þú að segja ósatt Páll. Bréfið sem þú vísar í segir orðrétt:

"Iceland presents a strategy including a planning schedule of measures to be taken progressively in order to ensure full compliance with the acquis … by the date of accession …"

Ekkert þarna um að framkvæma breytingar "jafnhliða viðræðum".

Tryggvi Thayer, 6.9.2011 kl. 13:25

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, Hvaða bull er þetta í þér kona? Hverju hefur Össur logið?

Magnús Helgi Björgvinsson, 6.9.2011 kl. 13:27

4 Smámynd: Viðar Friðgeirsson

Rétt hjá þér Ingibjörg, en það versta er að þetta má líka segja um alla hina ráðherrana í þessari guðsvoluðu samkundu sem kallar sig ríkisstjórn og þar fara fremst meðal jafningja, Jóhanna og Steingrímur. Það er verið að fletta ofanaf hverju lygamálinu á fætur öðru og stendur ekki steinn yfir steini.

Versti forsætisráðherran, fjármálaráðherran, utanríkisráðherran, umhverfisráðherrann, o.sv.frv. Sem sagt; versta ríkisstjórn lýðveldisins frá upphafi og sú langósvifnasta og er þó af nógu að taka.

Mætum öll á Austurvöllinn við næstu þingsetningu og berjum (eða berum) þetta landráðalið út úr alþingishúsinu og drögum það til ábyrgðar fyrir Landsdóm fyrir landráð, af nógu er að taka í ákærum.

Viðar Friðgeirsson, 6.9.2011 kl. 13:56

5 identicon

Gaman að sjá að einangrunarsinnar ESB telja réttu þýðinguna á.: 

"Iceland cannot be considered sufficiently prepared for negotiations." 

Ekki vera þá.:

"Getur Ísland ekki talist nægilega tilbúið fyrir aðlögunarferli."

Heldur segja einangrunarsinnarnir ESB að rétt þýðing er.:

"Getur Ísland ekki talist nægilega tilbúið fyrir samningaviðræður."

Semsagt.  Einangrunarsinnar ESB eru þá sammála okkur alþjóðasinnum sem erum andvígir einangrunarvist með aðeins 8% þjóðum veraldarSAMNINGAVIÐRÆÐUR ekki frekar en AÐLÖGUNARFERLI í ESB er alger tímaskekkja vegna þess að þjóðin ER EKKI TILBÚIN í það ferli sem er í gangi, hver sem hún er og hvaða þýðingu sem menn vilja leggja í meiningu orðanna.

Afturámóti þá hafa framámenn ESB einangrunarsinna eins og formaður og varaformaður Sterkara Ísland oftar en einu sinni viðurkennt opinberlega að um AÐLÖGUNARFERLI er að ræða og leggja ma. út frá því hversu gott það er fyrir þjóðina að taka upp "FULLKOMIÐ" lagaumhverfi ESB og henda út okkar eigin og aðalega var það að um leið og þjóðin segði "" í þjóðaratkvæðagreiðslunni, og gengið beint inn í ESB daginn eftir kosninguna í stað þessað bíða í þau ár sem tæki að "AÐLAGAST" sambandinu eftirá. 

Árin sem hefðu þá farið í "SAMNINGAVIÐRÆÐUR" bættust ofan á þann tíma sem tæki að "AÐLAGAST" Evrópusambandinu. 

Að "AÐLÖGUNARFERLIÐ" væri jafnframt í gangi var ekkert en stórkostlegur plús að þeirra mati sem skildu ekkert í þessari "hræðslu" alþjóðasinna við það.

En stór hluti einangrunarsinna ESB kjósa að vera með orðhengilshátt, hreinlega ljúga eða uppljóstra litla tungumálaþekkingu. 

Eitthvað nýtt þegar einangrunarsinnar ESB eru annarsvegar?

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 6.9.2011 kl. 14:25

6 identicon

Fyrir einangrunarsinna ESB sem skilja ekki hver eru ósannindi Össurrar þá mé benda á blogg Egils Jóhannssonar þar sem hann tekur það ma. fyrir í bloggi og fjörug skrif á athugasemdarkerfinu við það.:

.

Það er rétt hjá Jóni Bjarnasyni að ESB aðlögun Íslands er hafin

Aðlögun Íslands að ESB er hafin og sönnun fyrir því má lesa í skýrslu framkvæmdastjórnar ESB um Ísland sem gefin var út 24. febrúar 2010.

Já, Jón Bjarnason hefur rétt fyrir sér hvað þetta varðar og það er í raun stórundarlegt að ESB sinnar skuli ekki flagga því og fagna. Ég meina, það er markmið þeirra og hvers vegna ekki að fagna því ef aðlögun er hafin. Svarið við því er einfalt: Það á að lauma þjóðinni inn. Sýnir ekki mikið sjálfstraust.

Kíkjum á plaggið sem framkvæmdastjórn ESB gaf út þann 24. febrúar 2010. Þar segir;

    In the following areas, Iceland will need to make serious efforts to align its legislation with the acquis and/or to implement and enforce it effectively in the medium term in order to meet in due course the accession criteria: fisheries; agriculture and rural development; the environment; free movement of capital; financial services; as well as customs union; taxation; statistics; food safety, veterinary and phytosanitary policy; regional policy and coordination of structural instruments; financial control.


Þarna segir beinlínis að Ísland VERÐI að byrja aðlögun "in the medium term" í nánast öllum samningsflokkum svo landið geti orðið aðili á tilsettum tíma. ESB skilgreinir "in the medium term" svona:

    The Commission has analysed both the present situation and the medium-term prospects. For the purpose of this opinion and without prejudging any future date of accession, the medium-term has been defined as a period of three years.

Já, plaggið er gefið út 24. febrúar 2010 og þar er talað um "the present" þ.e. núið og "medium-term has beeen defined as a period of three years" þ.e. frá 24. febrúar 2010 til 24. febrúar 2013. Er ekki rétt að ESB sinnar biðji Jón Bjarnason afsökunar?

Í PDF-bækling sem ESB birtir á vef sínum og gefin er út í nafni Olli Rehn, fyrrum stækkunarstjóra, segir að umsækjendur verði að sýna fram á víðtækan stuðning meðal borgaranna. Úpps.

    ...Candidates have to demonstrate that they will be able to fully play their part as members - something that requires wide support among their citizens,...


Í þessum áhugaverða bækling segir skýrt og skorinort að "reglur sambandsins eru ekki umsemjanlegar" og hlýtur þetta að hljóma undarlega í eyrum þeirra sem eru að bíða eftir að "sjá pakkann". Og þar sem ESB sinnum er svo annt um staðreyndir og upplýsta umræðu (í orði en ekki á borði) þá er best að birta upprunalega textann.

    ...And these rules (also known as "acquis", French for "that which has been agreed") are not negotiable...


Bíddu nú aðeins hægur. Hvað meina mennirnir? Er ekki hægt að semja um aðild að ESB? Nei, það er ekki hægt og ESB sjálft (eða Olli Rehn fyrrum stækkunarstjóri) segir alveg skýrt að aðildarviðræður við ESB eru EKKI eiginlegar samningaviðræður. Í frumtextanum segir;

    ...First, it is important to underline that the term "negotiation" can be misleading. Accession negotiations focus on the conditions and timing of the candidate´s adoption, implementation and application of EU rules - some 90.000 pages of them...

Þetta er alveg skýrt af hálfu ESB. Þetta eru viðræður þar sem umsóknarlandið á að vera BÚIÐ að ákveða að ganga að öllum reglum ESB og viðræðurnar ganga EINGÖNGU út á það hve lengi aðlögun má taka. Það er einmitt ástæðan fyrir því að aðlögun byrjar STRAX því þegar inngöngudagsetning er ákveðin þá þarf meira og minna að vera BÚIÐ að laga regluverk umsóknarlands að ESB.

Er ekki rétt að ESB sinnar biðji Jón Bjarnason afsökunar - aftur? Og fyrir þá sem unna staðreyndum og upplýstri umræðu og vilja sannreyna ofangreint geta farið á stækkunarvefsíðu ESB hér. Einnig eru gögn um stækkunarmál Íslands hér.

.

http://egill.blog.is/blog/egill/entry/1088444/

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 6.9.2011 kl. 14:38

7 Smámynd: Elle_

Löngu er orðið ljóst að E-sambandssinnar og einangrunarsinnar sem vilja loka okkur undir erlent vald, hreinlega ljúga eða skilja illa ensku.  Og hverju hefur Össur logið er spurt að ofan.  Hhaahhh, Magnús, þetta er næstum fyndið ef það væri ekki svo grafalvarlegt.  Já, hverju hefur hann logið, ef ekki öllu?  Og þá í ICESAVE líka. 

Og Tryggi mætti vita að ef það stendur by the date, þýðir það að við verðum að vera búin með aðlögunina að 90 ÞÚSUND blaðsíðum af lögum hinna háu valdherra í Brussel nákvæmlega þann dag og fyrir yfirtökuna: Það stendur svart á hvítu í sjálfum Brussel fullveldisafsalsplöggunum sem við höfum fyrir framan okkur og þýðir ekkert að neita þessu.  

Og ég er sammála Guðmundi, Páli, Ingibjörgu og Viðari.  Já, eins og Viðar sagði:
Versta ríkisstjórn lýðveldisins frá upphafi og sú langósvífnasta og er þó af nógu að taka.

Elle_, 7.9.2011 kl. 07:21

8 Smámynd: Tryggvi Thayer

ElleEricson - sérðu virkilega ekki mótsögnina í "nákvæmlega þann dag og fyrir..."?

Tryggvi Thayer, 8.9.2011 kl. 05:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband