Gjaldeyrishöft í Sviss, krónan öruggari en evran

Seðlabanki Sviss fetar í fótspor þess íslenska og tekur upp handstýringu á gengi svissneska frankans. Sökudólgurinn fyrir óheyrilegri hækkun svissneska frankans er helsjúk evra sem misst hefur tiltrú markaðarins.

Handstýring gjaldmiðilsins í Sviss er vísbending um hvað bíður evrunnar. Þegar Þjóðverjar hafa gert upp hug sinn að hverfa úr evru-samstarfinu verða sett á gjaldeyrishöft í Evrulandi.

Þjóðverjar munu einhliða gefa upp verðið á nýju norður-evrópumyntinni gagnvart evru, sem Suður-Evrópa heldur eftir. Evran mun falla í verði um 30 prósent eða þar um bil.

Ef þið eigið evrur skuluð þið skipta yfir í íslenskar krónur. Íslenska krónan er öruggari geymsla verðmæta en evran.  


mbl.is Þak sett á gengi svissneska frankans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

fastgengisstefna eru ekki gjaldeyrishöft.

Lúðvík Júlíusson, 6.9.2011 kl. 10:57

2 identicon

Ja, nú brást þér bogalistin, Páll minn góður. Þetta hefur sko ekkert með gjaldeyrishöft að gera, heldur hefur gengi Frankans hækkað upp úr öllu valdi. Ekki aðeins gegn Evru, heldur öllum gjaldmiðlum. Eigi fyrir all löngu fékk ég ISK 55 fyrir einn Franka, en ég er nú búsettur í Sviss. Núna fæ ég ISK 145. Farðu því varlega með hvatningar þínar hvað varðar einn ónýtasta gjaldmiðil í víðri veröld, ISK.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 6.9.2011 kl. 11:13

3 identicon

Þetta er búið að vera svolítið í umræðunni hér í Sviss.  Seðlabankinn er búinn að dæla frönkum út í kerfið.  Ekkert gerist.  Nú verður það fastgengisstefna.  Það gefur útflutningsfyrirtækjum og ferðaþjónustu svigrúm. 

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 6.9.2011 kl. 11:20

4 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Fastgengisstefna er ein tegund gjaldeyrishafta. Punkturinn í blogginu er ekki sá að svissneski frankinn sé ónýtur, heldur evran. Og ástæðan fyrir því að evra er ónýtur gjaldmiðill er að hún getur ekki þjónað öllum ríkjunum 17 í Evrulandi í senn.

Páll Vilhjálmsson, 6.9.2011 kl. 11:20

5 identicon

Það má millifæra eins mikið af peningum eins og menn vilja og gera hvað sem er við peninginn.  Hvar eru höftin við fjármagnsflutninga?

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 6.9.2011 kl. 11:23

6 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Þetta eru ekki gjaldeyrishöft, þar sem að umferð fjármagns er ennþá frjálst og óheft. Þarna er verið að festa gengi Svissneska frankans gagnvart evru. Þannig að núna er gengið 1€ = 1,20 CHF. Þetta er nákvæmlega það sama og margar þjóðir gera núna í dag. Þar á meðal Danmörk, þar sem fastgengið er €1 = 7,46 DKK. 

Á Íslandi eru gjaldeyrishöft en engin fastgengisstefna. Það er staðreynd. Það sem þú gerir hérna Páll er bara að blekkja fólk mjög svo viljandi. Fullyrðing þín um að þetta séu gjaldeyrishöft er einnig röng eins og ég er búinn að rekja hérna í stuttu máli.

Gengi CHF og Evru.  Gengisskráning evrunar gagnvart ýmsum gjaldmiðlum heimsins.

Jón Frímann Jónsson, 6.9.2011 kl. 11:28

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Vá.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.9.2011 kl. 12:24

8 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Held að Páll þurif nú eitthvað að athuga þetta hjá sér. Bankarnir í Sviss eru svo fullir af peningum að þeir eru að íhuga neikvæða vexti til að koma peningum á hreyfingu. Og þar sem að Sviss er jú frægt fyrir að þar sé geymdir peningar fólks um allann heim í allskonar gjaldeyrir þá held ég að gjaldeyrishöft í Sviss séu nú það vitlausasta sem ég hefu heyrt ESB og evruandstæðinga nota. En þeim er jú ekkert umhugað um að segja endilega satt og rétt frá. Tilgangurinn helgar meðalið.

Magnús Helgi Björgvinsson, 6.9.2011 kl. 13:25

9 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

þetta er alveg í línu við málflutning heimssýnar. Vanþekking og rangfærslur svo af ber. Meðvitað og ómeðvitað

Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.9.2011 kl. 13:55

10 identicon

Ég þarf að borga 16.000 þúsund kall á ári fyrir að eiga bankareikning hérna.  Fyrsta árið er frítt, eftir það verð ég að borga.  Vona að ég þurfi reikninginn ekki lengur.

En talandi um neikvæða vexti á Íslandi. 

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 6.9.2011 kl. 14:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband